Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 10:46 Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun