Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Danskar kýr í haga. Getty/Michal Fludra Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu. Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira
Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu.
Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira