Þetta er meðal þess sem fram kemur í áttunda þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt sterkari sósu. Bjarni ræðir þar meðal annars sterka nærveru sína á samfélagsmiðlinum TikTok og segist einkar hrifinn af laginu sem allir eru að tala um.
Bjarni ræðir líka afahlutverkið, endalausar vangaveltur um það hvort hann sé að fara að hætta, svarar því hver í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er ólíklegastur til þess að skipta um dekk og hvort hann myndi frekar leggja niður kvótakerfið eða ganga til liðs við Vinstri græna, svo fátt eitt sé nefnt.
Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +.