Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar 20. nóvember 2024 07:02 Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun