Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar 20. nóvember 2024 10:17 Þingmanni svarað Fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, nú þingmaður og frambjóðandi flokksins í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, birti grein hér á Vísi mánudaginn 18. nóvember sl., undir heitinu „Kjósum velferð dýra“. Í því sambandi fullyrði ég að enginn ærlegur maður kýs gegn velferð dýra, hitt er svo annað mál hvort kosið verði um velferð dýra. Færi svo er mikilvægt að til grundvallar umræðunni liggi réttar upplýsingar og þess vegna bregð ég hér niður penna. Þórunn vitnar til 1. gr. núgildandi laga um velferð dýra, lög nr. 55/2013, athyglisvert er samt að hún skuli ekki vitna til markmiða laganna í heild sinni. Þar sem tilvitnun Þórunnar sleppir koma nefnilega mikilvægar setningar sem voru mikil nýjung á sínum tíma. Þar segir: „ ... í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Í heild sinni hljómar 1. grein laganna, markmiðsgreinin, svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Frjáls í fjallasal Alþjóðleg umræða um velferð dýra hefur þroskast mikið á seinni árum, skilningur hefur aukist á að taka skuli mið af forsendum dýranna sjálfra. Þannig er títt rætt um það erlendis, „að hundurinn fái að vera hundur“ svo dæmi sé tekið. Þessa sjónarmiðs saknaði ég úr téðri grein Þórunnar sem leggur áherslu á að gæludýrahald hafi mannhverfan tilgang og snúist um hlutverk dýra í lífi mannsins. Það að dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfa að geta lifað eigin lífi með sínum félögum, er þó engin nýjung, við sem stundum hrossakynbætur höfum alltaf gert okkur þetta ljóst. Einmitt þess vegna er lagt mikið á sig við t.d. að sleppa ræktunarhryssum á afrétt eða í annað sambærilegt víðlendi með folöldum sínum um leið og þær koma frá stóðhesti. Þar fá folaldshryssurnar notið þess að þjóna sínu náttúrulega eðli og folöldin læra að hegða sér innan stóðsins. Lærdómur sem er forsenda þess að seinni tíma nytjar gripanna gangi vel. Tækniframfarir Þingkonan gefur þeirri góðu nýjung; mjaltaþjónum, í hinum nútímalegu hátæknifjósum sem risið hafa víða um land, hina bestu umsögn. Þessi nýjung er hluti af hátæknilandbúnaði sem byggist á hagnýtingu búvísindanna. Annað er uppi á tengingnum þegar hún notar tvö önnur hugtök um hátæknilandbúnaðinn, nefnilega hugtökin „verksmiðjubú“ og „þauleldi“. Hvenær verður stórt og vel rekið bú, sem vissulega er jákvætt eins og Þórunn talar fallega um hátæknimjaltir, að hinu vonda verksmiðjubúi? Og hvenær verður landbúnaður, sem byggist á hagnýtingu nýjustu og bestu búvísinda, að neikvæðu þauleldi? Aðferðir sem létt hafa oki vinnu af bændum, bætt líðan og heilbrigði búfjárins sem best sést af minnkaðri tíðni sjúkdóma og bættu almennu búfjárhaldi. Þetta hefur gerst samfara stóraukinni matvælaframleiðslu sem fæðir milljarða jarðarbúa um leið og matvaran er nú gæðameiri og hefur í sér fólgið snarminnkað kolefnisfótspor. Þökk sé stórum og hagkvæmum framleiðslueiningum, þaulkynbættum búfjárstofnum og búfræðiþekkingu í allri meðferð þeirra. Ekki um vaxtarhormón að ræða Blóðnytjarnar sem fjöldi hrossabænda tekur þátt í víða um land í samstarfi við lyfjaefnaframleiðandann Ísteka eru vissulega mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem lífsnauðsynleg fæðuframleiðsla er í heiminum. Starfsemi Ísteka byggist á gagnreyndum vísindalegum aðferðun og á heimasíðu fyrirtækisins; www.isteka.is er mikinn fróðleik um allt þetta starf að finna. Þar er m.a. rakin uppgötvun og saga rannsókna á frjósemishormóninu eCG. Ástæða er til að vekja athygli á hugtakaruglingi í málflutningi Þórunnar, sem talar um vaxtarhormón. Frjósemishormón er ekki vaxtarhomón eins og hún sem og fleiri þingmenn hafa staglað á. Frjósemishormónið PMSG (lífvirka efni eCG) hefur afar fjölþætta virkni og er víða notað í landbúnaði fyrir ýmsar dýrategundir. Í svínarækt er það alls ekki notað til að fjölga grísum í hverju goti fram yfir það sem gyltunum er náttúrulegt enda væri slíkt dauðadæmt því fjöldi spena á gyltu er takmarkaður. Hormónið er notað til að hafa áhrif á frjósemi dýranna þannig að kjötframleiðslan sé jafnari en ella væri og svínabúin hagkvæmari í rekstri samhliða lækkun kolefnisspors. Um þetta má lesa nánar á heimasíðu Ísteka. Meðhöndlun hryssna við blóðtökur Þar er einnig að finna mikinn fróðleik um allar þær kröfur sem fyrirtækið gerir um dýravelferð og fjölmargt annað. Þingkonan heldur því hiklaust fram að hryssurnar líði þjáningar við blóðtökuna. Svo er ekki og þjónar staðdeyfing, svona rétt eins og þegar við mannfólkið förum til tannlæknis, m.a. því hlutverki að lágmarka óþægindi. Fyrirtækið leggur jafnframt mikla áherslu á gott vinnulag við blóðtökuna og gildir í þeim efnum sama grunnregla og við allt annað hrossarag; hnitmiðuð vinnubrögð, rósemi en um leið einbeitni og ákveðni. Bregði út af hvað þessi mál varðar er gripið til viðeigandi ráðstafana og er dýravelferðkerfi fyrirtækisins í sífelldri endurskoðun með það að markmiði að grípa betur frávik og beina í betri farveg. Blóðtakan, bæði magn og aðferð, er byggð á vísindalegum rannsóknum og rétt að hafa í huga að um stórgripi er að ræða sem vega fimm- til sjöfalt á við meðal manneskju. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum og áratuga reynslu bæði bænda og vísindamanna að folöld í blóðnytjastóðum þrífast vel og að hryssurnar eru frjósamar, hraustar og lifa lengi. Frá upphafi hafa blóðnytjarnar farið fram í stóðum sem eru jafnframt nýtt til kjötframleiðslu. Það liggur í augum uppi að allur sá fjöldi bænda sem reisir afkomu sína á blóðnytjum og kjötframleiðslu myndu ekki halda þessum búskap áfram ef þeir sæju hryssur sínar þjást og veslast upp af blóðleysi eins og sumir andstæðingar greinarinnar hafa haldið fram. Fá notið náttúrulegs eðlis Síðast en ekki síst eru ekki mörg húsdýr sem í ríkari mæli fá notið þess að lifa í samræmi við eðli sitt, sbr. lagatilvitnunina hér í upphafi, en einmitt hryssur í blóðnytjunum. Blóðtökutímabilið ár hvert stendur yfir í um 12 vikur en úr hverri hryssu má í hæsta lagi taka blóð í átta skipti, eitt skipti í viku, þar fyrir utan fá þær notið síns náttúrulega atferlis. Höfundur er með meistarapróf í búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðum, hann var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið til núgildandi laga um velferð dýra og er samskiptastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þingmanni svarað Fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, nú þingmaður og frambjóðandi flokksins í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, birti grein hér á Vísi mánudaginn 18. nóvember sl., undir heitinu „Kjósum velferð dýra“. Í því sambandi fullyrði ég að enginn ærlegur maður kýs gegn velferð dýra, hitt er svo annað mál hvort kosið verði um velferð dýra. Færi svo er mikilvægt að til grundvallar umræðunni liggi réttar upplýsingar og þess vegna bregð ég hér niður penna. Þórunn vitnar til 1. gr. núgildandi laga um velferð dýra, lög nr. 55/2013, athyglisvert er samt að hún skuli ekki vitna til markmiða laganna í heild sinni. Þar sem tilvitnun Þórunnar sleppir koma nefnilega mikilvægar setningar sem voru mikil nýjung á sínum tíma. Þar segir: „ ... í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Í heild sinni hljómar 1. grein laganna, markmiðsgreinin, svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt“. Frjáls í fjallasal Alþjóðleg umræða um velferð dýra hefur þroskast mikið á seinni árum, skilningur hefur aukist á að taka skuli mið af forsendum dýranna sjálfra. Þannig er títt rætt um það erlendis, „að hundurinn fái að vera hundur“ svo dæmi sé tekið. Þessa sjónarmiðs saknaði ég úr téðri grein Þórunnar sem leggur áherslu á að gæludýrahald hafi mannhverfan tilgang og snúist um hlutverk dýra í lífi mannsins. Það að dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfa að geta lifað eigin lífi með sínum félögum, er þó engin nýjung, við sem stundum hrossakynbætur höfum alltaf gert okkur þetta ljóst. Einmitt þess vegna er lagt mikið á sig við t.d. að sleppa ræktunarhryssum á afrétt eða í annað sambærilegt víðlendi með folöldum sínum um leið og þær koma frá stóðhesti. Þar fá folaldshryssurnar notið þess að þjóna sínu náttúrulega eðli og folöldin læra að hegða sér innan stóðsins. Lærdómur sem er forsenda þess að seinni tíma nytjar gripanna gangi vel. Tækniframfarir Þingkonan gefur þeirri góðu nýjung; mjaltaþjónum, í hinum nútímalegu hátæknifjósum sem risið hafa víða um land, hina bestu umsögn. Þessi nýjung er hluti af hátæknilandbúnaði sem byggist á hagnýtingu búvísindanna. Annað er uppi á tengingnum þegar hún notar tvö önnur hugtök um hátæknilandbúnaðinn, nefnilega hugtökin „verksmiðjubú“ og „þauleldi“. Hvenær verður stórt og vel rekið bú, sem vissulega er jákvætt eins og Þórunn talar fallega um hátæknimjaltir, að hinu vonda verksmiðjubúi? Og hvenær verður landbúnaður, sem byggist á hagnýtingu nýjustu og bestu búvísinda, að neikvæðu þauleldi? Aðferðir sem létt hafa oki vinnu af bændum, bætt líðan og heilbrigði búfjárins sem best sést af minnkaðri tíðni sjúkdóma og bættu almennu búfjárhaldi. Þetta hefur gerst samfara stóraukinni matvælaframleiðslu sem fæðir milljarða jarðarbúa um leið og matvaran er nú gæðameiri og hefur í sér fólgið snarminnkað kolefnisfótspor. Þökk sé stórum og hagkvæmum framleiðslueiningum, þaulkynbættum búfjárstofnum og búfræðiþekkingu í allri meðferð þeirra. Ekki um vaxtarhormón að ræða Blóðnytjarnar sem fjöldi hrossabænda tekur þátt í víða um land í samstarfi við lyfjaefnaframleiðandann Ísteka eru vissulega mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem lífsnauðsynleg fæðuframleiðsla er í heiminum. Starfsemi Ísteka byggist á gagnreyndum vísindalegum aðferðun og á heimasíðu fyrirtækisins; www.isteka.is er mikinn fróðleik um allt þetta starf að finna. Þar er m.a. rakin uppgötvun og saga rannsókna á frjósemishormóninu eCG. Ástæða er til að vekja athygli á hugtakaruglingi í málflutningi Þórunnar, sem talar um vaxtarhormón. Frjósemishormón er ekki vaxtarhomón eins og hún sem og fleiri þingmenn hafa staglað á. Frjósemishormónið PMSG (lífvirka efni eCG) hefur afar fjölþætta virkni og er víða notað í landbúnaði fyrir ýmsar dýrategundir. Í svínarækt er það alls ekki notað til að fjölga grísum í hverju goti fram yfir það sem gyltunum er náttúrulegt enda væri slíkt dauðadæmt því fjöldi spena á gyltu er takmarkaður. Hormónið er notað til að hafa áhrif á frjósemi dýranna þannig að kjötframleiðslan sé jafnari en ella væri og svínabúin hagkvæmari í rekstri samhliða lækkun kolefnisspors. Um þetta má lesa nánar á heimasíðu Ísteka. Meðhöndlun hryssna við blóðtökur Þar er einnig að finna mikinn fróðleik um allar þær kröfur sem fyrirtækið gerir um dýravelferð og fjölmargt annað. Þingkonan heldur því hiklaust fram að hryssurnar líði þjáningar við blóðtökuna. Svo er ekki og þjónar staðdeyfing, svona rétt eins og þegar við mannfólkið förum til tannlæknis, m.a. því hlutverki að lágmarka óþægindi. Fyrirtækið leggur jafnframt mikla áherslu á gott vinnulag við blóðtökuna og gildir í þeim efnum sama grunnregla og við allt annað hrossarag; hnitmiðuð vinnubrögð, rósemi en um leið einbeitni og ákveðni. Bregði út af hvað þessi mál varðar er gripið til viðeigandi ráðstafana og er dýravelferðkerfi fyrirtækisins í sífelldri endurskoðun með það að markmiði að grípa betur frávik og beina í betri farveg. Blóðtakan, bæði magn og aðferð, er byggð á vísindalegum rannsóknum og rétt að hafa í huga að um stórgripi er að ræða sem vega fimm- til sjöfalt á við meðal manneskju. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum og áratuga reynslu bæði bænda og vísindamanna að folöld í blóðnytjastóðum þrífast vel og að hryssurnar eru frjósamar, hraustar og lifa lengi. Frá upphafi hafa blóðnytjarnar farið fram í stóðum sem eru jafnframt nýtt til kjötframleiðslu. Það liggur í augum uppi að allur sá fjöldi bænda sem reisir afkomu sína á blóðnytjum og kjötframleiðslu myndu ekki halda þessum búskap áfram ef þeir sæju hryssur sínar þjást og veslast upp af blóðleysi eins og sumir andstæðingar greinarinnar hafa haldið fram. Fá notið náttúrulegs eðlis Síðast en ekki síst eru ekki mörg húsdýr sem í ríkari mæli fá notið þess að lifa í samræmi við eðli sitt, sbr. lagatilvitnunina hér í upphafi, en einmitt hryssur í blóðnytjunum. Blóðtökutímabilið ár hvert stendur yfir í um 12 vikur en úr hverri hryssu má í hæsta lagi taka blóð í átta skipti, eitt skipti í viku, þar fyrir utan fá þær notið síns náttúrulega atferlis. Höfundur er með meistarapróf í búfjárkynbóta- og stjórnsýslufræðum, hann var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið til núgildandi laga um velferð dýra og er samskiptastjóri Ísteka.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun