Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 14:28 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnar því að stýrivextir hafi lækkað í morgun en segir að þeir séu ennþá allt of háir. Nú standa meginvextir bankans í 8,5%. Vísir/Arnar Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir. Ákvörðun Seðlabankans um áframhaldandi vaxtalækkunarferli gladdi að vonum marga í morgun en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þar engin undantekning og að nú geti þjóðin farið bjartsýn inn í komandi mánuði. „Það er ekki síður ánægjulegt að sjá að Seðlabankinn er að taka verðbólguvæntingarnar fram á við niður um alveg heilt prósentustig þannig að Seðlabankinn er að segja að glíman við verðbólguna gengur betur en við sáum fyrir fyrir nokkrum misserum síðan, það er mjög jákvætt, síðan birti Seðlabankinn einnig í dag samanburð á milli Íslands og annarra ríkja sem setur ísland í algjöran sérflokk þegar kemur að því að hafa endurheimt framleiðslugetuna eftir heimsfaraldur þegar kemur að því að skapa störf.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjáflstæðisflokksins, segir mörg jákvæð tíðindi hafa borist frá Seðlabankanum í morgun.Vísir Vilhelm Bjarni segir að nú sé uppskera eftir að hafa rekið aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. „Það tók tíma fyrir vextina að vinna á verðbólguna en ábyrgir kjarasamningar fyrr á þessu ári eru núna að fara að skila sér þannig að við erum á vissan hátt komin á beinu brautina en það þarf að klára verkefnið og ég er að leggja áherslu á það núna fyrir þessar kosningar að menn fari ekki að rífa í stýrið og breyta um stefnu með stórauknum ríkisútgjöldum, nýjum sköttum og gæla við að fara í Evrópusambandið til að vinna þetta verkefni til enda, þess þarf ekki, við þurfum bara að halda haus, sýna aga og klára þetta mál.“ Segir festu hafa skort í ríkisfjármálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir séu þó enn allt of háir. „Það hefur auðvitað skort festu í ríkisfjármálunum sem hefur verið mjög dýru verði keypt fyrir heimilin. Það er kannski ekki furða að verðbólgan sé byrjuð að hjaðna og byrjuð að hægja verulega á sér eins og húsbyggingar og annað vegna þess að það er búið að vera mjög hátt vaxtastig í mjög langan tíma. Ríkisstjórnin hefur í rauninni tekið þá ákvörðun að brjóta verðbólguna á bakinu á venjulegu vinnandi fólki - millistéttinni í landinu - sem er núna búin að greiða fjörutíu milljarða viðbótar í vaxtakostnað undanfarið ár út af þessari stefnu.“ Kristrún kveðst mjög meðvituð um mikilvægi þess ríkið verði ekki rekið áfram á yfirdrætti, eins og hún kemst að orði. „Við munum ekki fara af stað með verkefni sem eykur halla ríkissjóðs umfram það sem núna er vegna þess að við vitum líka að stærsta einstaka kjarabótin fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu verður áframhaldandi lækkun vaxta þannig að það verður að vera ábyrgð í öllum kosningaloforðum og við höfum stillt upp skýru plani í því samhengi og ætlum okkur að negla niður vextina á næsta kjörtímabili,“ segir Kristrún. Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. 20. nóvember 2024 12:03 Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. 20. nóvember 2024 10:50 Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. 20. nóvember 2024 09:02 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ákvörðun Seðlabankans um áframhaldandi vaxtalækkunarferli gladdi að vonum marga í morgun en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þar engin undantekning og að nú geti þjóðin farið bjartsýn inn í komandi mánuði. „Það er ekki síður ánægjulegt að sjá að Seðlabankinn er að taka verðbólguvæntingarnar fram á við niður um alveg heilt prósentustig þannig að Seðlabankinn er að segja að glíman við verðbólguna gengur betur en við sáum fyrir fyrir nokkrum misserum síðan, það er mjög jákvætt, síðan birti Seðlabankinn einnig í dag samanburð á milli Íslands og annarra ríkja sem setur ísland í algjöran sérflokk þegar kemur að því að hafa endurheimt framleiðslugetuna eftir heimsfaraldur þegar kemur að því að skapa störf.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjáflstæðisflokksins, segir mörg jákvæð tíðindi hafa borist frá Seðlabankanum í morgun.Vísir Vilhelm Bjarni segir að nú sé uppskera eftir að hafa rekið aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. „Það tók tíma fyrir vextina að vinna á verðbólguna en ábyrgir kjarasamningar fyrr á þessu ári eru núna að fara að skila sér þannig að við erum á vissan hátt komin á beinu brautina en það þarf að klára verkefnið og ég er að leggja áherslu á það núna fyrir þessar kosningar að menn fari ekki að rífa í stýrið og breyta um stefnu með stórauknum ríkisútgjöldum, nýjum sköttum og gæla við að fara í Evrópusambandið til að vinna þetta verkefni til enda, þess þarf ekki, við þurfum bara að halda haus, sýna aga og klára þetta mál.“ Segir festu hafa skort í ríkisfjármálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir séu þó enn allt of háir. „Það hefur auðvitað skort festu í ríkisfjármálunum sem hefur verið mjög dýru verði keypt fyrir heimilin. Það er kannski ekki furða að verðbólgan sé byrjuð að hjaðna og byrjuð að hægja verulega á sér eins og húsbyggingar og annað vegna þess að það er búið að vera mjög hátt vaxtastig í mjög langan tíma. Ríkisstjórnin hefur í rauninni tekið þá ákvörðun að brjóta verðbólguna á bakinu á venjulegu vinnandi fólki - millistéttinni í landinu - sem er núna búin að greiða fjörutíu milljarða viðbótar í vaxtakostnað undanfarið ár út af þessari stefnu.“ Kristrún kveðst mjög meðvituð um mikilvægi þess ríkið verði ekki rekið áfram á yfirdrætti, eins og hún kemst að orði. „Við munum ekki fara af stað með verkefni sem eykur halla ríkissjóðs umfram það sem núna er vegna þess að við vitum líka að stærsta einstaka kjarabótin fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu verður áframhaldandi lækkun vaxta þannig að það verður að vera ábyrgð í öllum kosningaloforðum og við höfum stillt upp skýru plani í því samhengi og ætlum okkur að negla niður vextina á næsta kjörtímabili,“ segir Kristrún.
Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. 20. nóvember 2024 12:03 Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. 20. nóvember 2024 10:50 Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. 20. nóvember 2024 09:02 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. 20. nóvember 2024 12:03
Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. 20. nóvember 2024 10:50
Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. 20. nóvember 2024 09:02