Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar, segir gæðin batna með hverri sendingu. Von er á stóru kössunum eftir helgi. Vísir/Einar Minna magn af klementínum er flutt til landsins og gæðin eru verri vegna náttúruhamfara á Spáni. Forstöðumaður innkaupa hjá Krónunni segir eðlilegt að landsmenn furði sig á klementínuskorti, enda sé ávöxturinn partur af jólunum. Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“ Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“
Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50
Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06