Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 22:53 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Vísir/Sigurjón Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2025 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Þar var ákveðið að lækka útsvarsprósentuna í 14,97 prósent og álagið afnumið. Frá þessu er greint í frétt á vef sveitarfélagsins. „Þetta er jákvæð niðurstaða og umfram áætlanir og markmið aðgerðaráætlunar “Brú til betri vegar”. Reksturinn verður traustari og sveitarfélagið er nú vel undir 150 prósent skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuður að verða jákvæður. Þetta veitir bæjarstjórn tækifæri til að lækka álög á íbúa þegar fram líða stundir, og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema sérstakt álag á útsvar á árinu 2025 sem hefur verið í gildi árið 2024. Verkefninu er þó ekki lokið en við munum standa vörð um grunnþjónustu við íbúa. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, en við gleðjumst yfir áfanganum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, í tilkynningunni. Aðgerðaráætlunin „Brú til betri vegar“ var sett fram á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011 milli Sveitarfélagsins Árborgar og innviðaráðherra í mars 2023. „Þetta er mikil breyting sem hefur náðst með erfiðum ákvörðunum og dugnaði, elju og samstarfi starfsmanna, kjörinna fulltrúa, íbúa og ráðgjafa. Þakkir til allra sem hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Bragi. Í tilkynningu kemur einnig fram að á næsta ári muni fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækka í 0,48 prósent af fasteignamati og vatns- og fráveitugjald lækka, að hluta til á móti fasteignaskatti, í 0,102 prósent fyrir eignir í A-flokki en gjöld á B- og C-flokk haldast óbreytt. Þá helst lóðarleiga óbreytt, gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs lækka hjá þeim sem eru með tvískipta tunnu og hækka lítillega eða standa í stað í öðrum flokkum. Í tilkynningu segir að íbúar fái sérstakt hrós fyrir góða flokkun úrgangs sem skili sér í auknum tekjum frá Úrvinnslusjóði. Því sé hægt að lækka þá flokka. „Þessi breyting innan fasteignagjaldanna skilar auknu fjármagni í A-hluta sveitarfélagsins sem stendur undir grunnþjónustu við okkur íbúa og er ástæða þess að hægt er að afnema álag á útsvar. Það má áætla að hækkun fasteignagjalda hjá fasteignaeigendum sé að meðaltali um 5-14% milli ára. Skýrst það af mismunandi hækkun fasteignamats milli svæða, Eyrarbakki og Stokkseyri hækka mest þetta árið,“ segir í tilkynningunni. Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 3,5 prósent sem er sagt í takti við verðlagsþróun. Tryggja innviði Í sveitarfélaginu eru áætlaðar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. Í tilkynningu segir að þeim sé bæði ætlað að tryggja innviði undir þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og viðhalda eignum. Áætlað sé að framkvæma fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Eigna- og veitunefnd ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafi unnið að forgangsröðun til að fjármagnið nýtist sem best. Helstu framkvæmdir næsta árs eru tengdar viðbyggingu við leikskólann Jötunheima, uppbyggingu nýrrar kennslusundlaugar við Sundhöll Selfoss, endurnýjun Eyrargötu á Eyrarbakka, gatnagerð á Stokkseyri, skólalóð Vallaskóla og áframhaldandi framkvæmdum á hreinsistöðinni í Geitanesi. Hjá veitunum verður byrjað á nýrri dælustöð og geymi ásamt frekar rannsóknum og virkjunum hjá Selfossveitum. Næsti áfangi Stekkjaskóla verður tekinn í notkun í upphafi árs og í framhaldinu hafin hönnun á þriðja áfanga sem mun hýsa tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Áfram er sett fjármagn í viðhald stofnana en með auknu svigrúmi á næstu árum verður hægt að auka framlög í samræmi við þörf til þeirra verkefna. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að unnið sé að aukinni stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og að bæta þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Þetta er jákvæð niðurstaða og umfram áætlanir og markmið aðgerðaráætlunar “Brú til betri vegar”. Reksturinn verður traustari og sveitarfélagið er nú vel undir 150 prósent skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuður að verða jákvæður. Þetta veitir bæjarstjórn tækifæri til að lækka álög á íbúa þegar fram líða stundir, og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema sérstakt álag á útsvar á árinu 2025 sem hefur verið í gildi árið 2024. Verkefninu er þó ekki lokið en við munum standa vörð um grunnþjónustu við íbúa. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, en við gleðjumst yfir áfanganum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, í tilkynningunni. Aðgerðaráætlunin „Brú til betri vegar“ var sett fram á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011 milli Sveitarfélagsins Árborgar og innviðaráðherra í mars 2023. „Þetta er mikil breyting sem hefur náðst með erfiðum ákvörðunum og dugnaði, elju og samstarfi starfsmanna, kjörinna fulltrúa, íbúa og ráðgjafa. Þakkir til allra sem hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Bragi. Í tilkynningu kemur einnig fram að á næsta ári muni fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækka í 0,48 prósent af fasteignamati og vatns- og fráveitugjald lækka, að hluta til á móti fasteignaskatti, í 0,102 prósent fyrir eignir í A-flokki en gjöld á B- og C-flokk haldast óbreytt. Þá helst lóðarleiga óbreytt, gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs lækka hjá þeim sem eru með tvískipta tunnu og hækka lítillega eða standa í stað í öðrum flokkum. Í tilkynningu segir að íbúar fái sérstakt hrós fyrir góða flokkun úrgangs sem skili sér í auknum tekjum frá Úrvinnslusjóði. Því sé hægt að lækka þá flokka. „Þessi breyting innan fasteignagjaldanna skilar auknu fjármagni í A-hluta sveitarfélagsins sem stendur undir grunnþjónustu við okkur íbúa og er ástæða þess að hægt er að afnema álag á útsvar. Það má áætla að hækkun fasteignagjalda hjá fasteignaeigendum sé að meðaltali um 5-14% milli ára. Skýrst það af mismunandi hækkun fasteignamats milli svæða, Eyrarbakki og Stokkseyri hækka mest þetta árið,“ segir í tilkynningunni. Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 3,5 prósent sem er sagt í takti við verðlagsþróun. Tryggja innviði Í sveitarfélaginu eru áætlaðar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. Í tilkynningu segir að þeim sé bæði ætlað að tryggja innviði undir þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og viðhalda eignum. Áætlað sé að framkvæma fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Eigna- og veitunefnd ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafi unnið að forgangsröðun til að fjármagnið nýtist sem best. Helstu framkvæmdir næsta árs eru tengdar viðbyggingu við leikskólann Jötunheima, uppbyggingu nýrrar kennslusundlaugar við Sundhöll Selfoss, endurnýjun Eyrargötu á Eyrarbakka, gatnagerð á Stokkseyri, skólalóð Vallaskóla og áframhaldandi framkvæmdum á hreinsistöðinni í Geitanesi. Hjá veitunum verður byrjað á nýrri dælustöð og geymi ásamt frekar rannsóknum og virkjunum hjá Selfossveitum. Næsti áfangi Stekkjaskóla verður tekinn í notkun í upphafi árs og í framhaldinu hafin hönnun á þriðja áfanga sem mun hýsa tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Áfram er sett fjármagn í viðhald stofnana en með auknu svigrúmi á næstu árum verður hægt að auka framlög í samræmi við þörf til þeirra verkefna. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að unnið sé að aukinni stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og að bæta þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara.
Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07