Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:45 Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar