Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 07:39 Davíð Þór sagði ekkert að marka tölur um jöfnuð; hellingur af fólki byggi við skort. Vísir/Vilhelm „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira