Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 09:00 Robert Lewandowski hefur verið einn allra mesti markaskorari heims um langt árabil. Getty/Pedro Salado Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski samþykkti árið 2012 að ganga til liðs við Manchester United en á endanum hafnaði þáverandi félag hans, Dortmund, tilboði United. Lewandowski greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand sem einmitt var leikmaður United þegar félagið reyndi að fá Pólverjann. „Ég sagði já við því að fara til Manchester United árið 2012. Ég man eftir þessu samtali við Sir Alex Ferguson. Maður gat ekki sagt nei við hann,“ sagði Lewandowski sem hefði reyndar ekki getað spilað lengi fyrir Ferguson því stjórinn sigursæli hætti hjá United ári síðar, 2013. When The Boss (Sir Alex) called Lewandowski to sign for Manchester United in 2012 ☎️😂Oh what could have been ffs! pic.twitter.com/3l880VnrI5— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 21, 2024 Lewandowski, sem er orðinn 36 ára gamall, er enn að raða inn mörkum og nú á sinni þriðju leiktíð hjá Barcelona á Spáni. Hann hefur skorað sautján mörk í nítján leikjum í vetur. Ómögulegt er að segja til um hvernig ferillinn hefði þróast hefði Lewandowski farið til United fyrir tólf árum. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður þegar Ferguson hringdi, vegna stöðu Ferguson í fótboltaheiminum og takmarkaðrar enskukunnáttu sinnar, en sagði já. Töldu Lewandowski of mikilvægan Forráðamenn Dortmund voru hins vegar á öðru máli: „Formaðurinn sagði mér að þeir gætu ekki selt mig því ég væri of mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Lewandowski. Hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund til ársins 2014 en fór þá til Bayern München þar sem hann skráði sig í metabækurnar með því að skora urmul marka og vinna fjölda titla, en hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum áður en hann fór svo til Barcelona 2022. Hjá Barcelona hefur Lewandowski alls skorað 78 mörk í 112 leikjum. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Lewandowski greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand sem einmitt var leikmaður United þegar félagið reyndi að fá Pólverjann. „Ég sagði já við því að fara til Manchester United árið 2012. Ég man eftir þessu samtali við Sir Alex Ferguson. Maður gat ekki sagt nei við hann,“ sagði Lewandowski sem hefði reyndar ekki getað spilað lengi fyrir Ferguson því stjórinn sigursæli hætti hjá United ári síðar, 2013. When The Boss (Sir Alex) called Lewandowski to sign for Manchester United in 2012 ☎️😂Oh what could have been ffs! pic.twitter.com/3l880VnrI5— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 21, 2024 Lewandowski, sem er orðinn 36 ára gamall, er enn að raða inn mörkum og nú á sinni þriðju leiktíð hjá Barcelona á Spáni. Hann hefur skorað sautján mörk í nítján leikjum í vetur. Ómögulegt er að segja til um hvernig ferillinn hefði þróast hefði Lewandowski farið til United fyrir tólf árum. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður þegar Ferguson hringdi, vegna stöðu Ferguson í fótboltaheiminum og takmarkaðrar enskukunnáttu sinnar, en sagði já. Töldu Lewandowski of mikilvægan Forráðamenn Dortmund voru hins vegar á öðru máli: „Formaðurinn sagði mér að þeir gætu ekki selt mig því ég væri of mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Lewandowski. Hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund til ársins 2014 en fór þá til Bayern München þar sem hann skráði sig í metabækurnar með því að skora urmul marka og vinna fjölda titla, en hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum áður en hann fór svo til Barcelona 2022. Hjá Barcelona hefur Lewandowski alls skorað 78 mörk í 112 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira