Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 15:51 Bruno Fernandes fékk færin til að skora fyrir Manchester United í dag en tókst ekki. Getty/Nathan Stirk Manchester United fékk skell á Old Trafford í dag þegar Bournemouth mætti þangað og vann 3-0 sigur. Gestirnrir af suðurströndinni eru komnir á fullt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. Manchester United hefur ekki tekist að vinna tvo deildarleiki í röð á þessu tímabili og það breyttist ekki í dag. Liðið gat fylgt eftir sigri á nágrönnunum í Manchester City um síðustu helgi en tókst ekki. Bournemouth endurtók aftur á móti leikinn frá því á síðasta tímabili og líður greinilega vel í leikhúsi draumanna. Bournemouth varðist vel í leiknum og nýtti vel færin sín. Sigurinn skilaði liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar en það byrjaði daginn í því áttunda. Bournemouth var 1-0 yfir í hálfleik en United menn áttu miklu meira skilið úr fyrri hálfleiknum þar sem liðið fékk fullt af færum. Frammstaða United liðsins eftir hlé var aftur á móti í allt öðrum gæðaflokki. Bournemouth nýtti sér vel óöryggið í liði United og refsaði liðinu með tveimur mörkum á þriggja mínútna martraðakafla fyrir heimamenn. Eina mark fyrri hálfleiks var skallamark hjá miðverðunum unga Dean Huijsen á 29. mínútu eftir aukaspyrnu Ryan Christie. Bruno Fernandes fékk bestu færi United í hálfleiknum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Bournemouth gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum á þremur mínútum í seinni hálfleik. Það fyrra skoraði Justin Kluivert af öryggi úr víti á 61. mínútu eftir að Mazraoui braut á honum. Seinna markið kom á 63. mínútu eftir laglega sókn sem endaði með því að Antoine Semenyo skoraði eftir stoðsendingu frá Dango Ouattara. Eftir markið var nokuð ljóst hver niðurstaðan yrði og United mönnum tókst ekki að laga stöðuna. Enski boltinn
Manchester United fékk skell á Old Trafford í dag þegar Bournemouth mætti þangað og vann 3-0 sigur. Gestirnrir af suðurströndinni eru komnir á fullt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. Manchester United hefur ekki tekist að vinna tvo deildarleiki í röð á þessu tímabili og það breyttist ekki í dag. Liðið gat fylgt eftir sigri á nágrönnunum í Manchester City um síðustu helgi en tókst ekki. Bournemouth endurtók aftur á móti leikinn frá því á síðasta tímabili og líður greinilega vel í leikhúsi draumanna. Bournemouth varðist vel í leiknum og nýtti vel færin sín. Sigurinn skilaði liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar en það byrjaði daginn í því áttunda. Bournemouth var 1-0 yfir í hálfleik en United menn áttu miklu meira skilið úr fyrri hálfleiknum þar sem liðið fékk fullt af færum. Frammstaða United liðsins eftir hlé var aftur á móti í allt öðrum gæðaflokki. Bournemouth nýtti sér vel óöryggið í liði United og refsaði liðinu með tveimur mörkum á þriggja mínútna martraðakafla fyrir heimamenn. Eina mark fyrri hálfleiks var skallamark hjá miðverðunum unga Dean Huijsen á 29. mínútu eftir aukaspyrnu Ryan Christie. Bruno Fernandes fékk bestu færi United í hálfleiknum en tókst ekki að skora frekar en liðsfélögum hans. Bournemouth gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum á þremur mínútum í seinni hálfleik. Það fyrra skoraði Justin Kluivert af öryggi úr víti á 61. mínútu eftir að Mazraoui braut á honum. Seinna markið kom á 63. mínútu eftir laglega sókn sem endaði með því að Antoine Semenyo skoraði eftir stoðsendingu frá Dango Ouattara. Eftir markið var nokuð ljóst hver niðurstaðan yrði og United mönnum tókst ekki að laga stöðuna.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti