Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 16:01 Alex Iwobi er leikmaður Fulham og spilar annan í jólum gegn Chelsea. Hann nýtir tímann utan þess til að láta gott af sér leiða. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Búðin, ef svo mætti segja þar sem allt er ókeypis, er staðsett í Canning Town þar sem Alex bjó á grunnskólaárum. Hugmyndin er að fólk fái að velja sér drykk, hlut fyrir heimilið og eitthvað í matinn – allt endurgjaldslaust. Heill kalkúnn er í boði fyrir alla sem vilja, en einnig smærri matarskammtar. „Við reynum að gera eitthvað hver einustu jól, gefa til baka til samfélagsins. Nú erum við búnir að opna litla búð þar sem við gefum mat til fjölskyldna sem hafa ekki efni á því. Ef ég hjálpað við að halda hátíðleg jól, hvers vegna ætti ég ekki að gera það?“ sagði Alex við BBC. Foreldrar hans veittu Alex innblástur, þau hafi alla tíð gefið mikið af sér til samfélagsins og innrætt þau gildi í hann. „Ég grét þegar mér var boðið að koma inn í búðina, vegna þess að ég er á mjög lágum bótum. Að hafa eitthvað svona til að hjálpa er algjörlega æðislegt og nú get, í það minnsta, gefið fjölskyldunni eitthvað gott að borða í ár,“ sagði einn þakklátur „viðskiptavinur“. Alex sýndi frá ferlinu á YouTube rás sinni Alexander Yaa Digg, myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið gerði einnig innslag þar sem fjallað var um búðina, sem finna má hér fyrir neðan. Enski boltinn Jól Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Búðin, ef svo mætti segja þar sem allt er ókeypis, er staðsett í Canning Town þar sem Alex bjó á grunnskólaárum. Hugmyndin er að fólk fái að velja sér drykk, hlut fyrir heimilið og eitthvað í matinn – allt endurgjaldslaust. Heill kalkúnn er í boði fyrir alla sem vilja, en einnig smærri matarskammtar. „Við reynum að gera eitthvað hver einustu jól, gefa til baka til samfélagsins. Nú erum við búnir að opna litla búð þar sem við gefum mat til fjölskyldna sem hafa ekki efni á því. Ef ég hjálpað við að halda hátíðleg jól, hvers vegna ætti ég ekki að gera það?“ sagði Alex við BBC. Foreldrar hans veittu Alex innblástur, þau hafi alla tíð gefið mikið af sér til samfélagsins og innrætt þau gildi í hann. „Ég grét þegar mér var boðið að koma inn í búðina, vegna þess að ég er á mjög lágum bótum. Að hafa eitthvað svona til að hjálpa er algjörlega æðislegt og nú get, í það minnsta, gefið fjölskyldunni eitthvað gott að borða í ár,“ sagði einn þakklátur „viðskiptavinur“. Alex sýndi frá ferlinu á YouTube rás sinni Alexander Yaa Digg, myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Breska ríkisútvarpið gerði einnig innslag þar sem fjallað var um búðina, sem finna má hér fyrir neðan.
Enski boltinn Jól Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn