Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2024 07:58 Karl III var krýndur konungur á sérstakri krýningarhátíð í Westminster Abbey í maí 2023. EPA Kostnaður breska ríkisins við krýningu Karls III Bretakonungs á síðasta ári var 72 milljónir punda hið minnsta, eða tæpir þrettán milljarðar íslenskra króna. Þetta kemur fram í gögnum frá ráðuneytum menningarmála og innanríkismála sem birt voru í gær. Þar segir að kostnaðurinn sem féll á menningarmálaráðuneytið vegna krýningarinnar hafi numið 50 milljónum punda, en innanríkisráðuneytisins vegna löggæslu henni tengdri tæpum 22 milljónum punda. Í greinargerð menningarmálaráðuneytisins segir að vel hafi tekist til við viðburði krýningarhelgarinnar sem margar milljónir manna hafi notið, bæði í Bretlandi og um allan heim. Karl III var krýndur konungur á sérstakri krýningarhátíð í Westminster Abbey í maí 2023 og komu þar saman ýmsir þjóðarleiðtogar og önnur fyrirmenni. Móðir Karls, Elísabet II drottning, lést í september 2022, 96 ára að aldri. Í breskum fjölmiðlum að lokareikningur breska ríkisins vegna krýningarinnar liggi þó enn ekki fyrir, en að talið sé að hann sé á annað hundrað milljónir breskra punda. Deildar meiningar eru um að hve miklu leyti breskur almenningur eigi að standa straum af viðburðum sem tengjast konungsfjölskyldunni. Skoðanakönnun YouGov sem gerð var í kringum krýninguna benti þannig til að rúmur helmingur Breta væru á þeirri skoðun að breska ríkið ætti ekki að fjármagna viðburðinn. Í greinargerð breska menningarmálaráðuneytisins segir hins vegar að krýningarhátíðin hafi „veitt einstakt tækifæri til að fagna og styrkja þjóðarvitundina og varpa kastljósi heimsins að Bretlandi“. Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum frá ráðuneytum menningarmála og innanríkismála sem birt voru í gær. Þar segir að kostnaðurinn sem féll á menningarmálaráðuneytið vegna krýningarinnar hafi numið 50 milljónum punda, en innanríkisráðuneytisins vegna löggæslu henni tengdri tæpum 22 milljónum punda. Í greinargerð menningarmálaráðuneytisins segir að vel hafi tekist til við viðburði krýningarhelgarinnar sem margar milljónir manna hafi notið, bæði í Bretlandi og um allan heim. Karl III var krýndur konungur á sérstakri krýningarhátíð í Westminster Abbey í maí 2023 og komu þar saman ýmsir þjóðarleiðtogar og önnur fyrirmenni. Móðir Karls, Elísabet II drottning, lést í september 2022, 96 ára að aldri. Í breskum fjölmiðlum að lokareikningur breska ríkisins vegna krýningarinnar liggi þó enn ekki fyrir, en að talið sé að hann sé á annað hundrað milljónir breskra punda. Deildar meiningar eru um að hve miklu leyti breskur almenningur eigi að standa straum af viðburðum sem tengjast konungsfjölskyldunni. Skoðanakönnun YouGov sem gerð var í kringum krýninguna benti þannig til að rúmur helmingur Breta væru á þeirri skoðun að breska ríkið ætti ekki að fjármagna viðburðinn. Í greinargerð breska menningarmálaráðuneytisins segir hins vegar að krýningarhátíðin hafi „veitt einstakt tækifæri til að fagna og styrkja þjóðarvitundina og varpa kastljósi heimsins að Bretlandi“.
Bretland Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira