Kerecis fólk fjárfestir í flugi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 10:44 Guðmundur og Fanney eru komin í flugbransann. Leiguflugið ehf. (Air Broker Iceland), sem sérhæfir sig í útleigu flugvéla og þyrlna til einstaklinga, hópa, fyrirtækja og stofnana innanlands og utan, hefur lokið hlutafjáraukningu með þátttöku FnFI ehf. og Vesturflatar ehf. sem eignast 49% í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leiguflugi ehf. Stofnendur fyrirtækisins eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannson, sem báðir búa að áratugareynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Þeir telja tækifærin í greininni margvísleg, enda sé leiguflugsmarkaður vaxandi um allan heim og eftirspurn innanlands hafi aukist. FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda og forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis og Kristínar Þorleifsdóttur. Kerecis-fólk á nú 49 prósent í félaginu. Ásgeir og Einar við flugvél. „Fyrir okkur er mikill styrkur fólginn í því að fá Fanneyju, Fertram, Guðmund og Kristínu um borð. Félagið er í góðum vexti og við hlökkum til að byggja það upp til framtíðar í samstilltum eigendahópi,“ segir Ásgeir Örn framkvæmdastjóri. „Markaðurinn fyrir flug á Íslandi er að taka miklum breytingum, við sjáum aukna eftirspurn á ýmsum sviðum, t.d. í sjúkraflugi þar sem við bjóðum sérútbúnar sjúkraþotur sem tryggja betri þjónustu við sjúklinga, betri vinnuaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og stytta verulega sjúkraflugtímann frá því sem Íslendingar eru vanir. Opnun nýrra flugvalla á Grænlandi opnar líka ýmis tækifæri í auknum flugsamgöngum milli þjóðanna.“ Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Guðmundur Fertram segir bæði viðskipta- og samfélagslegar forsendur vera fyrir fjárfestingu þeirra hjóna. „Við höfum trú á flugmarkaðnum og stofnendum félagsins, en líka mikinn áhuga á samgöngumálum í stærra samhengi. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir land og þjóð, og við teljum að aukið fjárhagslegt bolmagn þessa metnaðarfulla félags skili samfélagslegum ávinningi,“ segir hann. „Leiguflug er mikilvægur valkostur fyrir hópa, fyrirtæki og íþróttafélög, hvort sem þeir þurfa að komast til Ísafjarðar eða stórborga erlendis.“ Samstarfsaðilar Leiguflugsins ehf. eru yfir hundrað talsins, sem tryggir félaginu aðgengi að flugvélum og þyrlum af öllum stærðum og gerðum með stuttum fyrirvara. „Við getum mætt svo til öllum óskum viðskiptavina, bæði þeirra sem vilja fljúga á milli staða í Grænlandi eða komast til Afríku. Við eigum samleið með þeim sem vilja skoða heiminn,“ segir Ásgeir Örn. Fréttir af flugi Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leiguflugi ehf. Stofnendur fyrirtækisins eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannson, sem báðir búa að áratugareynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Þeir telja tækifærin í greininni margvísleg, enda sé leiguflugsmarkaður vaxandi um allan heim og eftirspurn innanlands hafi aukist. FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda og forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis og Kristínar Þorleifsdóttur. Kerecis-fólk á nú 49 prósent í félaginu. Ásgeir og Einar við flugvél. „Fyrir okkur er mikill styrkur fólginn í því að fá Fanneyju, Fertram, Guðmund og Kristínu um borð. Félagið er í góðum vexti og við hlökkum til að byggja það upp til framtíðar í samstilltum eigendahópi,“ segir Ásgeir Örn framkvæmdastjóri. „Markaðurinn fyrir flug á Íslandi er að taka miklum breytingum, við sjáum aukna eftirspurn á ýmsum sviðum, t.d. í sjúkraflugi þar sem við bjóðum sérútbúnar sjúkraþotur sem tryggja betri þjónustu við sjúklinga, betri vinnuaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og stytta verulega sjúkraflugtímann frá því sem Íslendingar eru vanir. Opnun nýrra flugvalla á Grænlandi opnar líka ýmis tækifæri í auknum flugsamgöngum milli þjóðanna.“ Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Guðmundur Fertram segir bæði viðskipta- og samfélagslegar forsendur vera fyrir fjárfestingu þeirra hjóna. „Við höfum trú á flugmarkaðnum og stofnendum félagsins, en líka mikinn áhuga á samgöngumálum í stærra samhengi. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir land og þjóð, og við teljum að aukið fjárhagslegt bolmagn þessa metnaðarfulla félags skili samfélagslegum ávinningi,“ segir hann. „Leiguflug er mikilvægur valkostur fyrir hópa, fyrirtæki og íþróttafélög, hvort sem þeir þurfa að komast til Ísafjarðar eða stórborga erlendis.“ Samstarfsaðilar Leiguflugsins ehf. eru yfir hundrað talsins, sem tryggir félaginu aðgengi að flugvélum og þyrlum af öllum stærðum og gerðum með stuttum fyrirvara. „Við getum mætt svo til öllum óskum viðskiptavina, bæði þeirra sem vilja fljúga á milli staða í Grænlandi eða komast til Afríku. Við eigum samleið með þeim sem vilja skoða heiminn,“ segir Ásgeir Örn.
Fréttir af flugi Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira