Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:59 Stöðug virkni er í gosinu og gýs nú á þremur stöðum. Hraunrennslið er aðallega í vestur framhjá Bláa Lóninu en angar úr því stefna til norðurs. vísir/Vilhelm Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. „Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
„Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira