„Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2024 22:24 Craig Pedersen fór ekki í felur með það að hann sakni Martins Hermannssonar. vísir / anton brink „Ég var ánægður með að hafa barist til baka í seinni hálfleik, sá kafli var mjög góður en við höfðum grafið okkur of djúpa holu á þeim tímapunkti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen eftir 71-95 tap Íslands gegn Ítalíu í Laugardalshöll. „Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
„Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira