Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 12:15 Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji. Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Óli Björn Kárason, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddu komandi þingkosningar í Sprengisandi í morgun nú þegar að sex dagar eru til stefnu. Að mati Eiríks bendir allt til sögulegustu kosninga í háa herrans tíð. Óli segist eiga von á því að það verði mynduð vinstri stjórn hér á landi eftir kosningar og telur Viðreisn í flokk vinstriflokka. „Ég lít á þessar kosningar í rauninni sem kosningar um það hvort að Íslendingar vilja að hér komist til valda vinstristjórn og þá er það niðurstaðan eða hvort menn vilja að hér verði ríkjandi borgaraleg stjórn.“ Viðreisn og Samfylking muni mynda ríkisstjórn Að hans mati er það ljóst að Viðreisn og Samfylkingin muni taka höndum saman að loknum kosningum. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn hefur mælst verulega illa í skoðanakönnunum. Hann mældist nýlega með 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents en 16 prósent í könnun Gallup. „Það sem við erum að horfa upp á í fyrsta skipti að minnsta kosti hér á Íslandi með þeim hætti sem er að gerast núna er að hinn borgaralegi vængur stjórnmálanna á Íslandi er að tvístrast, sundrungin, átti sér alltaf stað vinstra megin.“ Aðrir flokkar popúlískir Aðrir flokkar sem kenni sig við hægrimennsku séu popúlískir og byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Hann segir eitt af því jákvæða í kosningabaráttunni að sínu mati vera að hægri sveifla virðist vera að myndast meðal ungs fólks. „Þið verðið að átta ykkur á því að ungt fólk á Íslandi er upp til hópa mjög borgaralega sinnað, hægra fólk sem vill fá að lifa lífinu, vill aukið frelsi í samfélaginu og vill fá að móta sína eigin framtíð og fá tækifæri til þess.“ Eiríkur tók að einhverju leyti undir orð Óla og segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni ímyndar og skilgreiningar krísu. Flokkurinn þurfi að ákveða hvort hann halli sér í átt að íhaldi eða frjálslyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn er að missa fylgi íhalds megin til Miðflokks og frjálslyndis megin, í mínum skilningi, til Viðreisnar og er lendir í ákveðnum vandræðum þarna á milli. Þannig hef ég lesið þetta.“ Óli Björn segir þarna spila inn í að á undanförnum árum hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað talað fyrir sinni eigin pólitík og vísar í fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Í ríkisstjórn verða flokkar að vera tilbúnir að miðla málum. Koma til móts við samstarfsflokka sína og svo framvegis. Það eru einhvers staðar sársaukamörk og ég er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið yfir þessi sársaukamörk á undanförnum árum og það er megin skýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í þeim vandræðum sem hann er í.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira