Í tilkynningu segir að nýtt fyrirkomulag um húsnæðismál hjúkrunarheimila verði viðhaft í þessum verkefnum þar sem lagt verður upp með að rekstraraðili hjúkrunarheimilisins komi að rýni á hönnun og útfærslu á innra fyrirkomulagi heimilisins, til að tryggja gæði og hagkvæmni væntanlegrar starfsemi.
„Það er mikill áhugi meðal helstu rekstraraðila sem koma að þessari þjónustu að taka að sér rekstur þessara rýma og efla þjónustuna þar með enn frekar. Þessi aðferð að auglýsa með góðum fyrirvara gefur okkur tækifæri að bæta undirbúninginn og tryggja að heimilin verði opnuð í samræmi við áætlanir,“ er haft eftir Sigurði Helga Helgasyni forstjóra Sjúkratrygginga í tilkynningu.
Sigurður segir jafnframt að þeir rekstraraðilar sem lýsa yfir áhuga á að taka þátt í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila samkvæmt auglýsingu verði boðið að taka þátt í valferli Sjúkratrygginga um rekstur hvers hjúkrunarheimilis fyrir sig.