Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 12:50 Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri. Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum. Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista. Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu? Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar? Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega. Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg! Áfram Ísland! Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri. Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum. Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista. Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu? Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar? Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega. Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg! Áfram Ísland! Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar