Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar 25. nóvember 2024 14:21 Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun