Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar 25. nóvember 2024 14:21 Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun