Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar 25. nóvember 2024 14:21 Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Hamskipti húsa Skoðun Tvöfeldni Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýr veruleiki Hörður Ægisson Skoðun Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Á eftir áætlun Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ertu enn?? Óttar Guðmundsson Bakþankar Nýtum færið Skoðun Lýðræði allra Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar