Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Félagar í Fisfélagi nýttu daginn í dag til að koma við á Hafravatni. Þar var líka fólk sem ferðast víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Vísir/Einar Stórkostlegar aðstæður hafa skapast í frostinu til skautaiðkunar og fluglendingar á Hafravatni. Félagar í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu aðstæðurnar í dag til að æfa sig á meðan skautafólk lék sér á ísnum. Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari. Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Flugmenn í Fisfélagi Reykjavíkur nýttu góðar aðstæður á Hafravatni í dag og æfðu lendingu og flugtak á ísi lögðu vatninu. Flugmenn Fisfélag Reykjavíkur lentu á Hafravatni í dag.Vísir/Einar Óli Öder meðlimur í félaginu segir að vatnið sé oft notað af félagsmönnum þegar aðstæður henta. „Við erum Íslendingar og þá verðum við að prófa við að lenda á ís. Nú eru kjöraðstæður, ísinn er 10-15 sentimetra þykkur og þolir þar að leiðandi um þriggja tonna þyngd. Við mældum þykktina í gær,“ segir Óli. Hann segir að sjaldan skapist aðstæður eins og í dag þar sem ísinn er nánast spegilsléttur því frosið hefur á vatninu í logni. Óli Öder meðlimur í Fisfélagi Reykjavíkur lenti á Hafravatni í dag.Vísir/Einar „Við gátum leikið okkur á ísnum í dag vegna frábærra aðstæðna og keyrðum í hringi á vélunum,“ segir Óli. Náttúruskautafólk nýtti sér aðstæðurnar Á svellinu var líka fólk sem fer víða um heim til að skauta í náttúrulegum aðstæðum. Í þeirra hópi var Ari Hultqvist sem er skautakennari hjá sænska ferðafélaginu. Hann kom ásamt félögum sínum í vikunni til landsins því veðurspá til skautaiðkunnar var með besta móti í frostinu síðustu daga. Hópurinn var búinn að skauta á vötnum og sjó við Stokkseyri, Sólheimalón, Kerið, , Elliðavatn, Reynisfjöru og Apavatn. Ari vill gjarnan halda skautanámskeið fyrir náttúruunnendur hér á landi. „Ég held reglulega námskeið á öllum stigum. Nú síðast í Finnlandi. Mig langar að halda námskeið hér á landinu. Ég skautaði samtals um fjögur þúsund kílómetra á síðasta ári sem fáir hafa leikið eftir,“ Ari segir að við náttúrulegar aðstæður sé mikilvægt að vera með réttan búnað ef svo illa fer að ísinn gefur sig. Ari Hultqvist skautakennari hjá Sænska ferðafélaginu vill kenna Íslendingum að skauta út í náttúrunni.Vísir/Einar „Við erum alltaf með öryggisbúnað með okkur þannig að ef við lendum í sjó eða vatni þá fljótum við hálf upp úr en sökkvum ekki alveg. Þá erum við með línu sem hægt er að kasta upp úr,“ segir Ari.
Skautaíþróttir Fréttir af flugi Mosfellsbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira