Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar 27. nóvember 2024 10:10 Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun