Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:23 „Fíkniefna-kafbátarnir“ eru þannig gerðir að á yfirborðinu sést aðeins toppurinn á þeim. Stærsta rýmið er neðansjávar. Kólumbísk yfirvöld hafa í samstarfi við aðila í 62 ríkjum lagt hald á 225 tonn af kókaíni á aðeins sex vikum. Um er að ræða metmagn í einni aðgerð. Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira