Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar 28. nóvember 2024 19:50 Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun