„Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2024 20:00 Á morgun verður kostið til Alþingis okkar Íslendinga. Sigurður Ingi verður þar í eldlínunni fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sindri Sindrason leit við á hliðarheimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í vikunni og fékk sér morgunbolla með formanni Framsóknarflokksins. Ráðherra í dag, en það gæti breyst í kosningunum á morgun. Sigurður býr í fallegum húsi rétt hjá Flúðum en á einnig íbúð í Reykjavík þar sem Sindri hitti stjórnmálamanninn. Þegar þeir ræddu saman voru þrír dagar í kosningar. „Fylgið hefur ekki verið nægilega gott í könnunum en við höfum séð vaxandi stuðning í kosningabaráttunni. Ég er vongóðu enn þá og það eru nokkrir mikilvægir dagar eftir,“ segir Sigurður. „Við lofuðum hlutum árið 2021 og höfum komið því öllu í framkvæmd, fólk ætti að horfa á það. Fólk ætti að kjósa okkur því að við höfum náð verðbólgunni niður,“ segir Sigurður og nefnir til fleiri kosningarmál Framsóknar en Sigurður snýr sér næst af útlendingaumræðunni. „Við höfum verið svolítið pirruð yfir þessari útlendingaumræðu. Við höfum aðallega verið að tala við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn í málinu og fá þau til að hætta að tala um þetta á sitthvorum kantinum. Frekar að reyna vinna þetta. Við náðum því í janúar á þessu ári og ríkisstjórnin kom fram með plan,“ segir Sigurður og bendir hann á að útgjöldin í málaflokknum hafi lækkað um tíu milljarða. „Í raun segi ég bara, tökum á þessu af mannúð. Það eru vandamál, það eru áskoranir og tökum á þeim. En ekki halda því fram að þetta sé stórkostlegt vandamál. Ekki öfgar og ekki tala niður til fólks.“ Hann vill meina að nauðsynlegt sé að hafa miðjustjórn hér á landi. „Við verðum að hafa miðjustjórn. Annað hvort miðju til hægri eða miðju til vinstri. Og án okkar verður ekki til miðjustjórn,“ segir Sigurður en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Sigurðar Inga Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Sigurður býr í fallegum húsi rétt hjá Flúðum en á einnig íbúð í Reykjavík þar sem Sindri hitti stjórnmálamanninn. Þegar þeir ræddu saman voru þrír dagar í kosningar. „Fylgið hefur ekki verið nægilega gott í könnunum en við höfum séð vaxandi stuðning í kosningabaráttunni. Ég er vongóðu enn þá og það eru nokkrir mikilvægir dagar eftir,“ segir Sigurður. „Við lofuðum hlutum árið 2021 og höfum komið því öllu í framkvæmd, fólk ætti að horfa á það. Fólk ætti að kjósa okkur því að við höfum náð verðbólgunni niður,“ segir Sigurður og nefnir til fleiri kosningarmál Framsóknar en Sigurður snýr sér næst af útlendingaumræðunni. „Við höfum verið svolítið pirruð yfir þessari útlendingaumræðu. Við höfum aðallega verið að tala við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn í málinu og fá þau til að hætta að tala um þetta á sitthvorum kantinum. Frekar að reyna vinna þetta. Við náðum því í janúar á þessu ári og ríkisstjórnin kom fram með plan,“ segir Sigurður og bendir hann á að útgjöldin í málaflokknum hafi lækkað um tíu milljarða. „Í raun segi ég bara, tökum á þessu af mannúð. Það eru vandamál, það eru áskoranir og tökum á þeim. En ekki halda því fram að þetta sé stórkostlegt vandamál. Ekki öfgar og ekki tala niður til fólks.“ Hann vill meina að nauðsynlegt sé að hafa miðjustjórn hér á landi. „Við verðum að hafa miðjustjórn. Annað hvort miðju til hægri eða miðju til vinstri. Og án okkar verður ekki til miðjustjórn,“ segir Sigurður en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Sigurðar Inga
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira