„Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 21:40 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Jón Gautur Grindavík vann átta stiga útisigur gegn Keflavík 96-104. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
„Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira