Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:00 Luka Dukic er með risa húðflúr á brjóstkassanum af bróður sínum Lazar sem drukknaði á síðustu heimsleikum í CrossFit. @luka.djukic Það óhætt að segja að syrgjandi bróðir Lazars Djukic sé ekki sáttur við þær ákvarðanir sem eru teknar hjá CrossFit þessa dagana. CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic) CrossFit Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira
CrossFit samtökin hafa kynnt nýtt fyrirkomulag á undankeppni heimsleikanna og enn á ný eru gerðar stórar breytingar. Eftir dauðaslysið í fyrstu grein síðustu heimsleika í haust hafa samtökin legið undir mikilli gagnrýni ekki síst hvað varðar öryggismál sín. Gagnrýnin minnkaði ekkert við það að samtökin voru ekki tilbúin að opinbera niðurstöður í utanaðkomandi rannsókn á því sem gerðist þegar Lazar Dukic drukknaði í opnunargrein heimsleikanna í ágúst. Luka Dukic, yngri bróðir Lazars heitins, hefur verið duglegur að gagnrýna feluleik CrossFit samtakanna og hann er enginn aðdáandi nýju breytinganna. Dukic notaði enn á ný samfélagsmiðla sína til þess að koma fram með gagnrýni sína á samtökin. Hann bendir á það að með því að hafa framkvæmd undankeppninnar í gegnum netið þá séu samtökin sjálf að hlaupast undan allri ábyrgð og þau hirði því bara tekjur af skráningargjöldunum en leggi lítið sem ekkert til við kostnaðinn. Íþróttafólkið þarf síðan að skila æfingum sínum í gegnum netið alla undankeppnina. Dukic segir að stóra vandamálið þar sé að myndbandseftirlitið hjá CrossFit sé í tómu tjóni. Það sé því grátlegt fyrir íþróttafólkið að hans mati að það þurfi að treysta á eftirlitskerfi sem sé ekki hægt að treysta á. Hann vekur einnig athygli á því að CrossFit samtökin styðji ekkert við bakið á þeim sem halda mótin sem eru í tengslum við undankeppnina, svokölluð Sanctionals mót. Mótshaldararnir þurfa því í raun að eyða öllum sínum peningum í að senda íþróttafólkið á mót hjá CrossFit samtökunum. Dukic er líka á því að með því festa verðlaunaféð við skráningarfjölda á The Open þýði það að atvinnumennirnir séu þeir sem tapi, fólkið sem er að reyna að lifa af þessu. Það er hætt við því að skráningum fækki talsvert í því óvissuástandi sem ríkir eftir hryllinginn á síðustu heimsleikum. Það þýðir lægra verðlaunafé og þar með verður enn erfiðara fyrir besta CrossFit fólkið að ná sér í pening á heimsleikunum. Það má sjá færsluna hér fyrir neðan. Yfir fjórtán þúsund hafa líkað við færslu Dukic á Instagram og hún hefur fengið nokkra athygli. Dukic fjölskyldan er í sárum, þau misstu ekki aðeins Lazar heldur er enginn hjá CrossFit tilbúinn að taka ábyrgð á því sem gerðist. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic)
CrossFit Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira