„Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:36 Inga Sæland sagðist lesa það í niðurstöður kosninganna að þjóðin væri að refsa stjórnarflokkunum grimmilega. Hún lofaði engu en virtist vilja gefa „kvennastjórninni“ sem virðist vera að teiknast upp: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, tækifæri. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði nú rétt í þessu, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að kosingarnar væru sögulegar – þær eigi eflaust eftir að fara á spjöld sögunnar. „Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira