Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 18:50 Ekki eru allir sammála í Belgíu um gagnsemi löggjafarinnar. Vísir/Getty Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir. Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir.
Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila