Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 16:58 Málið var höfðað af Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira