„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 17:23 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira