„Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 18:17 Þorgrímur Þráinsson. Vísir/Vilhelm „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ Þetta segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru um úthlutun listamannalauna þetta árið. Formleg úthlutun menningarráðuneytis og Rannís verður kynnt á fimmtudag, en þeir listamenn sem sóttu um hafa fengið bréf og margir tjáð sig um úthlutunina. Þeirra meðal eru svekktir listamenn á borð við Elísabetu Jökulsdóttur, Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Halldór Armand. Sá síðastnefndi lýsti launakerfinu sem útsettu fyrir klíkuskap, þó hann hafi verið tregur til að kvarta yfir því, enda þegið laun úr sjóðnum í fleiri ár. Fyrrnefndur Þorgrímur hefur á hinn bóginn aldrei fengið úthlutað úr sjóðnum fé til skrifta. Hann skrifar pistil á Facebook þar sem hann þakkar þeim listamönnum sem auðga andann. „Guði sé lof fyrir fólkið sem helgar sig listsköpun. Björk Guðmundsdóttir söngkona sagði á sínum tíma að ,,tónlist væri allsberar tilfinningar“. Ég tengi við það þegar ég spila mín eftirlætislög og felli tár. Sálin öðlast vængi,“ skrifar Þorgrímur. Réttu kokteilboðin Hann vilji sífellt njóta meiri listar. „Sjálfur hef ég skrifað 44 bækur á 35 árum, oftast barna- og ungmennabækur. Ekki veitir af í ljósi þess sem blasir við okkur. Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór,“ segir Þorgrímur sem fagnar þeim sem fá laun. „Og vonandi halda þeir áfram að skrifa - sem var líka hafnað. Kannski spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin. Kærar þakkir, þið dásamlegu listamenn, sem látið ekki deigan síga, gefist ekki upp og haldið áfram að auðga anda okkar allra. Við eigum að lifa lífinu í lit, hafa hugrekki til að fylgja ástríðunni, þótt á móti blási og gera góðverk, eins oft og við getum. Áfram listamenn!“ Töluverðar breytingar virðast vera á úthlutun launa í ár en á meðal þeirra sem ekki hljóta náð fyrir augum nefndarinnar eru vel metnir og margverðlaunaðir rithöfundar á borð við Dag Hjartarson og Jónas Reynir Gunnarsson. Þá vakti það mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli. Bókmenntir Listamannalaun Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þetta segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru um úthlutun listamannalauna þetta árið. Formleg úthlutun menningarráðuneytis og Rannís verður kynnt á fimmtudag, en þeir listamenn sem sóttu um hafa fengið bréf og margir tjáð sig um úthlutunina. Þeirra meðal eru svekktir listamenn á borð við Elísabetu Jökulsdóttur, Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Halldór Armand. Sá síðastnefndi lýsti launakerfinu sem útsettu fyrir klíkuskap, þó hann hafi verið tregur til að kvarta yfir því, enda þegið laun úr sjóðnum í fleiri ár. Fyrrnefndur Þorgrímur hefur á hinn bóginn aldrei fengið úthlutað úr sjóðnum fé til skrifta. Hann skrifar pistil á Facebook þar sem hann þakkar þeim listamönnum sem auðga andann. „Guði sé lof fyrir fólkið sem helgar sig listsköpun. Björk Guðmundsdóttir söngkona sagði á sínum tíma að ,,tónlist væri allsberar tilfinningar“. Ég tengi við það þegar ég spila mín eftirlætislög og felli tár. Sálin öðlast vængi,“ skrifar Þorgrímur. Réttu kokteilboðin Hann vilji sífellt njóta meiri listar. „Sjálfur hef ég skrifað 44 bækur á 35 árum, oftast barna- og ungmennabækur. Ekki veitir af í ljósi þess sem blasir við okkur. Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór,“ segir Þorgrímur sem fagnar þeim sem fá laun. „Og vonandi halda þeir áfram að skrifa - sem var líka hafnað. Kannski spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin. Kærar þakkir, þið dásamlegu listamenn, sem látið ekki deigan síga, gefist ekki upp og haldið áfram að auðga anda okkar allra. Við eigum að lifa lífinu í lit, hafa hugrekki til að fylgja ástríðunni, þótt á móti blási og gera góðverk, eins oft og við getum. Áfram listamenn!“ Töluverðar breytingar virðast vera á úthlutun launa í ár en á meðal þeirra sem ekki hljóta náð fyrir augum nefndarinnar eru vel metnir og margverðlaunaðir rithöfundar á borð við Dag Hjartarson og Jónas Reynir Gunnarsson. Þá vakti það mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli.
Bókmenntir Listamannalaun Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00