Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 22:41 Walesverjar fögnuðu ákaft á Írlandi í kvöld eftir að hafa í fyrsta sinn tryggt sér sæti á EM. Getty/Tim Clayton Nú er ljóst hvaða fimmtán lið verða með Íslandi í drættinum fyrir EM kvenna í fótbolta, en dregið verður í riðla 16. desember. Sjö síðustu þjóðirnar tryggðu sér EM-farseðil í kvöld. Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales. EM 2025 í Sviss Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira
Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira