Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur um hálsmennið og hugsar til ömmu sinnar skömmu áður en hún var lýstur heimsmeistari í CrossFit 2016. CrossFit Games Íslenska CrossFit goðsögnin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ákveðið að hætta að keppa í CrossFit. Þetta tilkynnti hún um síðustu helgi. Nú hefur hún gert upp frábæran feril sinn á skemmtilegan hátt. Buttery Bros fengu okkar konu til að velja fimm bestu stundirnar frá ótrúlegum ferli sínum. Þeir tveir hafa margoft fengið að heimsækja Katrínu þegar hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana og hafa í framhaldinu birt myndbönd með henni á Youtube síðunni sinni. Ekki auðvelt að velja Katrín Tanja viðurkenndi að það hafi ekki verið auðvelt að velja uppáhaldsgreinar hennar á heimsleikunum enda er víst af nægu að taka. Katrín varð tvisvar sinnum heimsmeistari, komst tvisvar að auki á verðlaunapallinn og tók alls þátt í tíu heimsleikum. Meðal stundanna sem Katrín nefndi var þegar hún lyfti við hlið vinkonu sinnar Anníe Mistar Þórisdóttur á 2023 leikunum þar sem þær kveiktu í húsinu með keppnisgleði sinni, styrk og vináttu. Hálsmennið hennar ömmu Katrín nefnir líka þegar hún varð heimsmeistari í annað skiptið en þá var hún nýbúin að missa ömmu sína. Hún keppti með hálsmenið sem þær áttu hvor fyrir sig. Katrín hélt um hálsmenið um leið og það var tilkynnt þegar hún varð heimsmeistari. Sannkölluð vasaklútastund. Hún hafði skrifað amma á skóna sína og sagðist hafa horft á þá allan tíma þegar hún var að undirbúa hverja lyftu. „Uppáhaldsstundirnar mínar eru alltaf þegar ég er á fullu í jafnri keppni því ég elska að taka þátt í keppni þar sem pressan er mikil og það munar bara millimetrum,“ sagði Katrín Tanja. Sú eina sem fagnaði fréttunum Þarna má líka finn greinina sem allir keppendur héldu að þau væri búin að klára þegar íþróttastjórinn Dave Castro sagði að þau væru bara hálfnuð og ættu að fara annan hring. Katrín Tanja var sú eina sem fagnaði fréttunum og vann líka stórglæsilegan sigur. Hún nefnir svo auðvitað líka stundirnar á fyrstu heimsleikunum sem hún fagnaði sigri en það var árið 2015. Það kemur kannski sumum á óvart hvað hún setti í fyrsta sætið. „Þetta eru augnablikin þar sem mér finnst ég vera mest á lífi. Þetta er svo sérstakt og þarna er adrenalínið heldur betur á fullu,“ sagði Katrín Tanja. Buttery Bros voru líka þakklátir Katrínu fyrir að leyfa þeim að fylgjast svo náið með undirbúningi hennar. Gefið svo mörgum innblástur „Við viljum þakka þér fyrir að leyfa okkur að fá að vera með þér og mynda þessar stundir. Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á það hvað við erum stoltir af því og hversu frábært það er að eiga þig sem vinkonu,“ sagði Heber Cannon. „Þú varst það vingjarnleg að hleypa okkur inn á æfingarnar og leyfa okkur að trufla þig með myndavélum og spurningum. Þú ert alltaf bjart ljós í CrossFit samfélaginu. Þú hefur gefið svo mörgu fólki innblástur hvað þá öllum litlu stelpunum. Það hefur verið afar ánægjulegt að fá fylgjast með þér og fá að kynnast þér. Þvílíkur ferill,“ sagði Marston Sawyers. Hér fyrir neðan má sjá Katrín Tönju velja eftirminnilegustu stundirnar frá mögnuðum ferli sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=k7Z68CddH9s">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Buttery Bros fengu okkar konu til að velja fimm bestu stundirnar frá ótrúlegum ferli sínum. Þeir tveir hafa margoft fengið að heimsækja Katrínu þegar hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana og hafa í framhaldinu birt myndbönd með henni á Youtube síðunni sinni. Ekki auðvelt að velja Katrín Tanja viðurkenndi að það hafi ekki verið auðvelt að velja uppáhaldsgreinar hennar á heimsleikunum enda er víst af nægu að taka. Katrín varð tvisvar sinnum heimsmeistari, komst tvisvar að auki á verðlaunapallinn og tók alls þátt í tíu heimsleikum. Meðal stundanna sem Katrín nefndi var þegar hún lyfti við hlið vinkonu sinnar Anníe Mistar Þórisdóttur á 2023 leikunum þar sem þær kveiktu í húsinu með keppnisgleði sinni, styrk og vináttu. Hálsmennið hennar ömmu Katrín nefnir líka þegar hún varð heimsmeistari í annað skiptið en þá var hún nýbúin að missa ömmu sína. Hún keppti með hálsmenið sem þær áttu hvor fyrir sig. Katrín hélt um hálsmenið um leið og það var tilkynnt þegar hún varð heimsmeistari. Sannkölluð vasaklútastund. Hún hafði skrifað amma á skóna sína og sagðist hafa horft á þá allan tíma þegar hún var að undirbúa hverja lyftu. „Uppáhaldsstundirnar mínar eru alltaf þegar ég er á fullu í jafnri keppni því ég elska að taka þátt í keppni þar sem pressan er mikil og það munar bara millimetrum,“ sagði Katrín Tanja. Sú eina sem fagnaði fréttunum Þarna má líka finn greinina sem allir keppendur héldu að þau væri búin að klára þegar íþróttastjórinn Dave Castro sagði að þau væru bara hálfnuð og ættu að fara annan hring. Katrín Tanja var sú eina sem fagnaði fréttunum og vann líka stórglæsilegan sigur. Hún nefnir svo auðvitað líka stundirnar á fyrstu heimsleikunum sem hún fagnaði sigri en það var árið 2015. Það kemur kannski sumum á óvart hvað hún setti í fyrsta sætið. „Þetta eru augnablikin þar sem mér finnst ég vera mest á lífi. Þetta er svo sérstakt og þarna er adrenalínið heldur betur á fullu,“ sagði Katrín Tanja. Buttery Bros voru líka þakklátir Katrínu fyrir að leyfa þeim að fylgjast svo náið með undirbúningi hennar. Gefið svo mörgum innblástur „Við viljum þakka þér fyrir að leyfa okkur að fá að vera með þér og mynda þessar stundir. Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á það hvað við erum stoltir af því og hversu frábært það er að eiga þig sem vinkonu,“ sagði Heber Cannon. „Þú varst það vingjarnleg að hleypa okkur inn á æfingarnar og leyfa okkur að trufla þig með myndavélum og spurningum. Þú ert alltaf bjart ljós í CrossFit samfélaginu. Þú hefur gefið svo mörgu fólki innblástur hvað þá öllum litlu stelpunum. Það hefur verið afar ánægjulegt að fá fylgjast með þér og fá að kynnast þér. Þvílíkur ferill,“ sagði Marston Sawyers. Hér fyrir neðan má sjá Katrín Tönju velja eftirminnilegustu stundirnar frá mögnuðum ferli sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=k7Z68CddH9s">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira