Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2024 08:31 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar bankans. Vísir/Vilhelm Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar kemur fram að enn sem komið er beri lítið á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. „Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum. Nefndin staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Fjármálastöðugleikanefnd hefur einnig lokið reglubundnu endurmati kerfisáhættuauka og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Nefndin ákvað að lækka gildi kerfisáhættuaukans úr 3% í 2%. Þessi lækkun byggir á því mati nefndarinnar að kerfisáhætta hafi minnkað frá því að gildi aukans var fyrst ákveðið árið 2016. Ljóst er að viðnámsþróttur fjármálakerfisins hefur aukist á síðustu árum, sem birtist m.a. í minni breytileika helstu hagstærða þrátt fyrir að ýmis áföll hafi dunið yfir. Þá hafa ný þjóðhagsvarúðartæki sannað gildi sitt og umgjörð í kringum viðhald fjármálastöðugleika er nú heilsteyptari en áður,“ segir í yfirlýsingunni. Hækkar eiginfjárauka Fram kemur að nefndin hafi einnig ákveðið að hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki úr 2 prósent í 3 prósent. „Þessi hækkun miðar að því að fanga betur þá áhættu sem að hagkerfinu stafar vegna stærðar og umfangs kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Lækkun kerfisáhættuauka og hækkun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki hefur í för með sér að heildareiginfjárkrafa á kerfislega mikilvægu bankana þrjá verður nánast óbreytt. Hins vegar mun eiginfjárkrafan lækka á smærri innlánsstofnanir sem ekki teljast kerfislega mikilvægar. Fjármálastöðugleikanefnd samþykkti einnig stefnu um beitingu sveiflu¬jöfnunarauka sem nú hefur verið birt. Hún felur m.a. í sér að gildi aukans sé að jafnaði á bilinu 2-2,5% af innlendum áhættugrunni. Nefndin fylgir hér fordæmi ýmissa Evrópuríkja. Jafnframt var ákveðið að halda gildi aukans óbreyttu í 2,5% í ársfjórðungslegu endurmati þess. Nefndin áréttar mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki búi yfir sterkri eiginfjárstöðu til að tryggja viðnámsþrótt gagnvart áföllum. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Jákvæð skref í átt að innlendri óháðri greiðslulausn hafa verið stigin og nefndin væntir þess að innleiðing sjálfstæðrar lausnar hefjist á næsta ári. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“segir í yfirlýsingunni. Vefútsending klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31. júlí 2024 16:12 Mest lesið Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar kemur fram að enn sem komið er beri lítið á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. „Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum. Nefndin staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Fjármálastöðugleikanefnd hefur einnig lokið reglubundnu endurmati kerfisáhættuauka og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Nefndin ákvað að lækka gildi kerfisáhættuaukans úr 3% í 2%. Þessi lækkun byggir á því mati nefndarinnar að kerfisáhætta hafi minnkað frá því að gildi aukans var fyrst ákveðið árið 2016. Ljóst er að viðnámsþróttur fjármálakerfisins hefur aukist á síðustu árum, sem birtist m.a. í minni breytileika helstu hagstærða þrátt fyrir að ýmis áföll hafi dunið yfir. Þá hafa ný þjóðhagsvarúðartæki sannað gildi sitt og umgjörð í kringum viðhald fjármálastöðugleika er nú heilsteyptari en áður,“ segir í yfirlýsingunni. Hækkar eiginfjárauka Fram kemur að nefndin hafi einnig ákveðið að hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki úr 2 prósent í 3 prósent. „Þessi hækkun miðar að því að fanga betur þá áhættu sem að hagkerfinu stafar vegna stærðar og umfangs kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Lækkun kerfisáhættuauka og hækkun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki hefur í för með sér að heildareiginfjárkrafa á kerfislega mikilvægu bankana þrjá verður nánast óbreytt. Hins vegar mun eiginfjárkrafan lækka á smærri innlánsstofnanir sem ekki teljast kerfislega mikilvægar. Fjármálastöðugleikanefnd samþykkti einnig stefnu um beitingu sveiflu¬jöfnunarauka sem nú hefur verið birt. Hún felur m.a. í sér að gildi aukans sé að jafnaði á bilinu 2-2,5% af innlendum áhættugrunni. Nefndin fylgir hér fordæmi ýmissa Evrópuríkja. Jafnframt var ákveðið að halda gildi aukans óbreyttu í 2,5% í ársfjórðungslegu endurmati þess. Nefndin áréttar mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki búi yfir sterkri eiginfjárstöðu til að tryggja viðnámsþrótt gagnvart áföllum. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Jákvæð skref í átt að innlendri óháðri greiðslulausn hafa verið stigin og nefndin væntir þess að innleiðing sjálfstæðrar lausnar hefjist á næsta ári. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“segir í yfirlýsingunni. Vefútsending klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.
Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31. júlí 2024 16:12 Mest lesið Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31. júlí 2024 16:12