Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. desember 2024 13:32 Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, vill að allir þingmenn fái það verkefni að mála mynd af öðrum þingmanni þegar þeir setjast á þing. Vísir/Vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, spyr sig hvort það sé verðugt verkefni fyrir þingmenn sinn fyrsta dag á þingi að mála mynd hver af öðrum líkt og gert var í Kappleikunum. Með því opnast augu þess sem heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju búi margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir. „Kosningafundir og kappræður voru eins og gengur mis skemmtilegar og áhugaverðar en eitt þótti mér stórskemmtilegt; Það voru Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið sem haldnar voru í liðinni viku,“ sagði biskups í prédikun sinni í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu. Kappleikarnir fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi þriðjudaginn fyrir kosningar. Þetta voru skemmtilegar kappræður þar sem frambjóðendur fengu ýmis öðruvísi verkefni en þekkist í venjulegum kosningum. „Það sem gerði þessar kappræður óvenjulegar var að fulltrúar flokkana þurftu að vinna saman við að svara spurningum og svo áttu þau að mála mynd af hvert öðru. Það sem mér þótti gott við þetta var að við fengum að sjá frambjóðendur í öðru ljósi en venjulega,“ sagði Guðrún. Í innslaginu, sem má sjá hér fyrir ofan, settust frambjóðendur niður tveir og tveir og máluðu mynd af hvor öðrum. Útkoman var misgóð, en flestallir voru sáttir með myndina af sér. „Það hlýtur að opna eitthvað fallegt í hjartanu að þurfa að horfa á manneskju, þó að hún sé með andstæðar skoðanir og hugsjónir á við okkur og finna út hvað það er sem einkennir hana. Vissulega er hægt að gera þetta með húmor, en ég trúi því líka að ef fólk getur hlegið saman þá getur það unnið saman. Ef til vill stillir það neikvæðum væntingum til viðkomandi í hóf og opnar augu þess er heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju býr margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir,“ sagði Guðrún. Að lokum sagði hún hugmyndina svo góða að hana hafi dottið í hug að þetta væri verðugt verkefni fyrsta daginn sem fólk sest á þing, að mála mynd af hvert öðru. Kappleikar Þjóðkirkjan Trúmál Myndlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02 Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00 Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
„Kosningafundir og kappræður voru eins og gengur mis skemmtilegar og áhugaverðar en eitt þótti mér stórskemmtilegt; Það voru Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið sem haldnar voru í liðinni viku,“ sagði biskups í prédikun sinni í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu. Kappleikarnir fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi þriðjudaginn fyrir kosningar. Þetta voru skemmtilegar kappræður þar sem frambjóðendur fengu ýmis öðruvísi verkefni en þekkist í venjulegum kosningum. „Það sem gerði þessar kappræður óvenjulegar var að fulltrúar flokkana þurftu að vinna saman við að svara spurningum og svo áttu þau að mála mynd af hvert öðru. Það sem mér þótti gott við þetta var að við fengum að sjá frambjóðendur í öðru ljósi en venjulega,“ sagði Guðrún. Í innslaginu, sem má sjá hér fyrir ofan, settust frambjóðendur niður tveir og tveir og máluðu mynd af hvor öðrum. Útkoman var misgóð, en flestallir voru sáttir með myndina af sér. „Það hlýtur að opna eitthvað fallegt í hjartanu að þurfa að horfa á manneskju, þó að hún sé með andstæðar skoðanir og hugsjónir á við okkur og finna út hvað það er sem einkennir hana. Vissulega er hægt að gera þetta með húmor, en ég trúi því líka að ef fólk getur hlegið saman þá getur það unnið saman. Ef til vill stillir það neikvæðum væntingum til viðkomandi í hóf og opnar augu þess er heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju býr margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir,“ sagði Guðrún. Að lokum sagði hún hugmyndina svo góða að hana hafi dottið í hug að þetta væri verðugt verkefni fyrsta daginn sem fólk sest á þing, að mála mynd af hvert öðru.
Kappleikar Þjóðkirkjan Trúmál Myndlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02 Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00 Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02
Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00
Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31