Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2024 21:57 Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir fólk yfirleitt umbera of miklar skreytingar þar til í janúar. Aðsend Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar. Hildur Ýr fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fólk mega skreyta eins og því lystir en það gildi ekki alveg það sama um séreignir og fjölbýli. Grein um sama efni birtist einnig á Vísi fyrr í dag. „Ef við tölum um sérbýlin má maður skreyta eins mikið og maður vill á meðan það skemmir ekki friðhelgi einkalífs nágrannana,“ segir Hildur. Séu ljósin til dæmis mjög björt, blikkandi og þeim fylgi hávaði geti það haft áhrifa. „Við höfum fengið kvartanir hjá fólki sem hefur kvartað yfir mikilli umferð til að skoða ljós hjá nágrönnunum. Það sé verið að troðast í garða til að sjá betur.“ Hún segir að yfirleitt leysist deilumálin í janúar þegar ljósin eru tekin niður. „Flestir umbera þetta þó þeir séu ekki sammála litsamsetningunni hjá nágrannanaum. Þá þolir fólk þetta í einhvern tíma. Það er ekkert verið að reyna á þetta fyrir kærunefnd eða dómstólum, þetta leysist yfirleitt, og kannski tekur því ekki. En það er alltaf eitthvað um þetta.“ Í Múlalind i Kópavogi er alltaf vel skreytt.Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir á reglum í fjölbýlishúsa Hún segir ágreiningsmál til dæmis hafa komið upp á húsfundum fjölbýlishúsa. Húsfélög geti sett reglur um skreytingar og það geti verið mjög skiptar skoðanir á þeim. „Það er meirihluti sem ræður, nema ef þetta á að vera gríðarlega ýkt með miklum ljósum og hávaða, þá þyrfti samþykki allra, en í grunninn þá er þetta meirihlutaákvörðun sem allir þurfa að hlíta.“ Hildur segir að þau hafi fengið til sín húseiganda sem hafi sem dæmi verið mótfallin slíkum reglum en það hafi ekki náð lengra en það. Hildur segir húsfélög ekki geta sett reglur um það hvernig fólk skreytir inni en það geti sett samræmdar reglur um skreytingar utan á húsinu. „Það eru margir sammála því að það sé fallegra að allir séu með eins í blokkinni en að allir séu með sitt á hvað. Þá verður maður að hlíta því þó maður sé ekki sammála því sem meirihlutinn ákveður.“ Það eru ekki allir sammála um það hvernig eigi að skreyta húsin. Eða hversu mikið.Vísir/Vilhelm Hitamál á húsfundi Hildur segir til dæmis framkvæmdastjóra húseigendafélagsins hafa verið að stýra húsfundi og þegar kom að síðasta liði fundarins, um jólaskreytingar, hafi allt farið í háaloft. „Það tók 40 mínútur að afgreiða þennan dagskrárlið,“ segir Hildur og að fólk á fundinum hafi verið mjög ósammála um hvernig og hversu mikið ætti að skreyta húsið. „En yfirleitt nær fólk saman eða þolir þetta ef það er ósammála og lætur þar við sitja.“ Líka kvartað yfir skötulyktinni Hildur segir að í desember sé einnig algengt að kvartað sé undan skötulykt og hávaða. „Það er enn skemmri tími sem fólk þarf að þola það, en við höfum oft fengið það inn á borð húseigendafélagsins,“ segir Hildur og að það sé mögulega efni í aðra grein. Það sé samt alltaf sama stef. Fólk megi gera í sinni eign allt sem trufli ekki aðra verulega í öðrum eignum. „Að láta skötulykt ilma í fjöleignarhúsinu í marga daga. Það eru skiptar skoðanir á því hvert þarna sé íbúðareigandi að ganga nærri friðhelgi einkalífs annarra í blokkinni með því að elda skötu hjá sér.“ Jól Húsnæðismál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands. 23. desember 2023 20:30 Húmor í jólaskreytingum Brynju Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt. 21. desember 2023 12:31 Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. 14. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Hildur Ýr fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir fólk mega skreyta eins og því lystir en það gildi ekki alveg það sama um séreignir og fjölbýli. Grein um sama efni birtist einnig á Vísi fyrr í dag. „Ef við tölum um sérbýlin má maður skreyta eins mikið og maður vill á meðan það skemmir ekki friðhelgi einkalífs nágrannana,“ segir Hildur. Séu ljósin til dæmis mjög björt, blikkandi og þeim fylgi hávaði geti það haft áhrifa. „Við höfum fengið kvartanir hjá fólki sem hefur kvartað yfir mikilli umferð til að skoða ljós hjá nágrönnunum. Það sé verið að troðast í garða til að sjá betur.“ Hún segir að yfirleitt leysist deilumálin í janúar þegar ljósin eru tekin niður. „Flestir umbera þetta þó þeir séu ekki sammála litsamsetningunni hjá nágrannanaum. Þá þolir fólk þetta í einhvern tíma. Það er ekkert verið að reyna á þetta fyrir kærunefnd eða dómstólum, þetta leysist yfirleitt, og kannski tekur því ekki. En það er alltaf eitthvað um þetta.“ Í Múlalind i Kópavogi er alltaf vel skreytt.Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir á reglum í fjölbýlishúsa Hún segir ágreiningsmál til dæmis hafa komið upp á húsfundum fjölbýlishúsa. Húsfélög geti sett reglur um skreytingar og það geti verið mjög skiptar skoðanir á þeim. „Það er meirihluti sem ræður, nema ef þetta á að vera gríðarlega ýkt með miklum ljósum og hávaða, þá þyrfti samþykki allra, en í grunninn þá er þetta meirihlutaákvörðun sem allir þurfa að hlíta.“ Hildur segir að þau hafi fengið til sín húseiganda sem hafi sem dæmi verið mótfallin slíkum reglum en það hafi ekki náð lengra en það. Hildur segir húsfélög ekki geta sett reglur um það hvernig fólk skreytir inni en það geti sett samræmdar reglur um skreytingar utan á húsinu. „Það eru margir sammála því að það sé fallegra að allir séu með eins í blokkinni en að allir séu með sitt á hvað. Þá verður maður að hlíta því þó maður sé ekki sammála því sem meirihlutinn ákveður.“ Það eru ekki allir sammála um það hvernig eigi að skreyta húsin. Eða hversu mikið.Vísir/Vilhelm Hitamál á húsfundi Hildur segir til dæmis framkvæmdastjóra húseigendafélagsins hafa verið að stýra húsfundi og þegar kom að síðasta liði fundarins, um jólaskreytingar, hafi allt farið í háaloft. „Það tók 40 mínútur að afgreiða þennan dagskrárlið,“ segir Hildur og að fólk á fundinum hafi verið mjög ósammála um hvernig og hversu mikið ætti að skreyta húsið. „En yfirleitt nær fólk saman eða þolir þetta ef það er ósammála og lætur þar við sitja.“ Líka kvartað yfir skötulyktinni Hildur segir að í desember sé einnig algengt að kvartað sé undan skötulykt og hávaða. „Það er enn skemmri tími sem fólk þarf að þola það, en við höfum oft fengið það inn á borð húseigendafélagsins,“ segir Hildur og að það sé mögulega efni í aðra grein. Það sé samt alltaf sama stef. Fólk megi gera í sinni eign allt sem trufli ekki aðra verulega í öðrum eignum. „Að láta skötulykt ilma í fjöleignarhúsinu í marga daga. Það eru skiptar skoðanir á því hvert þarna sé íbúðareigandi að ganga nærri friðhelgi einkalífs annarra í blokkinni með því að elda skötu hjá sér.“
Jól Húsnæðismál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands. 23. desember 2023 20:30 Húmor í jólaskreytingum Brynju Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt. 21. desember 2023 12:31 Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. 14. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands. 23. desember 2023 20:30
Húmor í jólaskreytingum Brynju Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt. 21. desember 2023 12:31
Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. 14. nóvember 2023 12:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“