„Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 11:04 Dagur B. Eggertsson hefur verið í meirihluta í borginni, en Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í minnihluta. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, líka nýkjörinn þingmaður og fráfarandi borgarfulltrúi, hafa lengst af verið í sitt hvoru liðinu. Dagur hefur verið í meirihluta í borginni en Kolbrún í minnihluta. Nú eru flokkar þeirra, Samfylking og Flokkur fólksins, hins vegar í stjórnarmyndunarviðræðum. Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“ Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þau tvö ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þið hafið nú svolítið verið að takast á í borginni. Hugsanlega, mögulega vinnið þið saman. Hvernig lýst ykkur á það? „Í pólitík erum við náttúrulega bara að takast á. Við erum alltaf búin að vera í minnihluta í borginni, og svo sem líka á þinginu. Það liggur í hlutarins eðli að við erum mjög áköf í að vinna fyrir okkar fólk og þýðir að við erum gagnrýnin og við tökumst á. Það hefur aldrei verið neitt persónulegt, og ég held að það væri mjög skrýtið ef svo væri, og yrði mjög erfitt. En ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis,“ svaraði Kolbrún. „Í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum?“ Kolbrún hefur verið borgarfulltrúi Flokks fólksins síðan 2018 og á þeim tíma, líkt og hún segir sjálf, hefur hún verið gagnrýnin á störf meirihlutans, þar á meðal á Dag sem gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur stærstan hluta þessa tíma. Sem dæmi má nefna að árið 2020, félagsmenn Eflingar sem störfuðu hjá borginni voru í verkfalli sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið, til að mynda varðandi sorphirðu og leikskóla. Þegar verkfallið hafði staðið í um þrjár vikur birti Kolbrún færslu á Facebook þar sem hún sagði verkfallið alfarið á ábyrgð Dags, og sagði að hún teldi að hann ætlaði sér ekki að semja. „Spurt er í hvað mikla hættu ætlar borgarstjóri að stefna borgarbúum þegar kemur að þrifum og hreinlæti?“ skrifaði Kolbrún. Dagur og Kolbrún hafa tekist á um málefni Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm „Ég man ekki eftir að hafa upplifað nokkra samninganefnd eins ósveigjanlega en munum að samninganefndin gerir bara það sem borgarstjóri segir henni og borgarstjóri gerir sennilega bara það sem einhverjir ráðgjafar segja honum. En ráðgjafarnir bera ekki neina ábyrgð heldur aðeins borgarstjóri.“ Þess má geta að átta dögum seinna samdi borgin við Eflingu. Borgarstjórinn virtist ætla í „subbulega kosningabaráttu“ Annað dæmi er frá aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2022. Þá lögðu Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistar og Flokkur fólksins til að hefja skógrækt í Svínahrauni. Dagur sagði á Facebook að tillagan væri furðuleg. Um væri að ræða einstakt mosavaxið hraun þar sem ætti ekki að planta skógi. Næg tækifæri væru til þess annars staðar. Kolbrún svaraði Degi fullum hálsi. „Samkvæmt þessu virðist sem borgarstjóri ætli að heyja subbulega kosningabaráttu. Hér gerir hann grín að góðri tillögu frá mér um að hefja skógrækt frá Reykjavík upp að Hengli,“ sagði hún. „Ég finn fyrir sorg í hjarta þegar ég sé svona innlegg þar sem rakkaðar eru niður hugmyndir sem lúta að loftlagsmálum.“ Líst vel á samstarf með Kolbrúnu Í Bítinu í morgun sagði Dagur að honum litist vel á mögulegt samstarf með Kolbrúnu og Flokki fólksins. „Hún hefur verið óþreytandi að kalla eftir til dæmis aukinni sálfræðiaðstoð fyrir börn og ungmenni. Henni hefur ekki fundist það ganga nægilega vel. Á móti höfum við stundum sagt að tapparnir eru í þessari þjónustu sem ríkið ætti að standa í. Ég svolítið hlakka til að við getum farið að toga í sömu átt.“ Kolbrún tók undir það. Hún sagði stefnur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins mjög líkar í ákveðnum málaflokkum. „Það er í raun enginn flokkur líkari, þannig lagað séð.“
Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira