Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2024 19:22 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira