Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 11:33 Orri Steinn Óskarsson er aðeins tvítugur en var markahæstur Íslands í Þjóðadeildinni í haust með þrjú mörk í sex leikjum. vísir/Hulda Margrét Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira