Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 12:09 Þórður Gunnar, Oliver, Jökull og Axel Óskar tóku sig vel út í Kaleo-búningunum. vísir/ragnar dagur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Afturelding boðaði til blaðamannafundar í Hlégarði í dag og staðfesti það sem beðið hefur verið eftir, að bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir, báðir uppaldir hjá félaginu, yrðu með Aftureldingu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Jökull, sem er 23 ára markvörður og á að baki 1 A-landsleik, kom heim í sumar eftir sex ára dvöl í Englandi og átti stóran þátt í að koma Aftureldingu upp úr Lengjudeildinni. Hann hefur verið leikmaður Reading, eftir að hafa elt eldri bróður sinn til félagsins. Hann var laus allra mála og Afturelding þurfti því ekki að greiða fyrir hann. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Axel er 26 ára miðvörður sem lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en ytra lék hann á Englandi og svo í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Hann skrifaði undir þriggja ára samning en allir hinir sömdu til tveggja ára. Axel Óskar Andrésson lék með KR í sumar eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann fór ungur til Reading á Englandi, rétt eins og Jökull yngri bróðir hans.vísir / anton brink Ljóst er að koma þeirra mun hjálpa Aftureldingu mikið við að festa sig í sessi í efstu deild, en félagið kynnti fleiri nýja leikmenn til leiks. Oliver Sigurjónsson, varnarsinnaði miðjumaðurinn úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks, er einnig mættur í Mosfellsbæinn. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur leikið með Breiðabliki mestan hluta síns ferils en einnig með unglingaliði AGF í Danmörku og með Bodö/Glimt í Noregi. Samningur hans við Breiðablik var útrunninn og hann kemur því frítt til Aftureldingar, líkt og Axel sem hafði fengið samningi sínum við KR rift. Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í haust.vísir/Vilhelm Afturelding hefur svo einnig fengið hinn 23 ára gamla Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, en samningur hans við Árbæinga rann út eftir síðustu leiktíð. Þórður Gunnar kom til Fylkis frá Vestra fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 82 leiki í efstu deild og 22 leiki í næstefstu deild, og skorað samtals níu mörk í þessum leikjum. Þórður Gunnar Hafþórsson í baráttunni í leik með Fylki gegn KA í haust. Fylkir féll niður í Lengjudeildina en Þórður Gunnar mun áfram spila í deild þeirra bestu.vísir/Diego
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira