Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2024 10:54 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms en breytti ákvörðun um refsingu. Vísir/Vilhelm Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira