Kristín Þorleifsdóttir var ekki á meðal markaskorara hjá sænska liðinu sem er með tvö stig í 5. sæti riðilsins. Með sigrinum fékk rúmenska liðið sín fyrstu stig í riðlinum en það er í 4. sæti hans.
Bianca Bazaliu bar af í liði Rúmeníu og skoraði átta mörk úr níu skotum. Lorena Ostase skoraði sex.
Rúmenar tóku snemma frumkvæðið í leiknum og náðu góðu forskoti. Þeir komust mest sex mörkum yfir, meðal annars í 6-12. En Svíar skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 8-12.
Svíþjóð spilaði betur í seinni hálfleik, náði nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark og jafnaði svo í 22-22.
Rúmenía reyndist hins vegar sterkari á svellinu undir lokin, skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins og vann tveggja marka sigur, 23-25.
Emma Lindqvist skoraði fimm mörk fyrir Svíþjóð og Jamina Roberts fjögur.