„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 19:10 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“ Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“ Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Þetta segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við fréttastofu. Eins og greint hefur verið frá starfar Matvælastofnun (MAST) nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainnflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag en allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Þóra tekur fram að svo lengi sem flensan er einskorðuð við þetta eina bú muni hún ekki koma til með að hafa áhrif á framboð á kalkúni fyrir jólin. Sagan verði þó önnur ef smit verða í fleiri búum. Hópsmit í mönnum ólíkleg Hún segir neyðarstigi aðeins lýst yfir þegar það er grunur um eða staðfest að alvarlegur dýrasjúkdómur hefur komið upp í dýrum eða mönnum. Fuglaflensan falli undir þá skilgreiningu. „Það sem fellst í neyðarstiginu er að yfirdýralæknir leggur til við matvælaráðherra að grípa til aðgerða sem hindra dreifingu smits og útrýma sjúkdómum í þessum dýrum.“ Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en Þóra tekur fram að hún telji litlar sem engar líkur á því að það verði einhvers konar hópsmit í mönnum hér á landi. „Þetta afbrigði sem að greindist núna, kallað h5n5, hefur aldrei greinst í fólki, hins vegar hefur hin gerðin, h5n1, greinst í fólki en aðeins í fólki sem hefur átt mjög náin samskipti við veika fugla.“ Mikilvægt að vera á tánum Hún ítrekar þó að mikilvægt sé að vera á tánum og nota þann smitvarnarbúnað sem við höfum í snertingu við fugla. Er einhver ástæða til að óttast að kaupa fuglakjöt? „Nei alls ekki, það er engin hætta í afurðum. Allir þeir fuglar sem greinast, það er strax gripið til þess að aflífa þá fugla, bæði af dýravelferðarsjónarmiðum og til þess að forðast að smitin dreifist. Þeim er svo fargað á mjög tryggilegan hátt, það er engin hætta á því að kaupa kalkún.“ Matvælastofnun biðlar til almennings að láta stofnunina vita ef fólk verður vart við veika eða dauða fugla. Þá eigi alls ekki að koma við þá eða taka þá upp. „Ekki reyna að hlúa að þeim, heldur tilkynna, segja frá staðsetningu og þá kemur fólk sem er búið smitvarnarbúnaði. Láta vita og við tökum svo boltann.“
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira