Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 21:15 Ljósmynd tekin við Hama-borg í Sýrlandi í dag. ap/Ghaith Alsayed Uppreisnar- og vígamenn í Sýrlandi leggja nú undir sig hvert úthverfið á eftir öðru í Damaskus, höfuðborg landsins. Talsmaður yfirvalda í Sýrlandi þvertekur fyrir það að forseti ríkisins, Bashar al-Assad, hafi lagt á flótta. Fréttastofa BBC greinir frá. Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa verið í stórsókn undanfarna daga. Á föstudaginn ráku þeir stjórnar Assad og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama sem er ein af stærri borgum landsins. Nú gera þeir tilraun til að sölsa höfuðborgina undir sig. Heimildamaður BBC innan stjórnkerfi Bandaríkjanna segir hvert úthverfið á eftir öðru falli með hraða í hendur uppreisnarmanna. Ráðamenn í Sýrlandi hafa lýst því yfir að öflugar varnir séu til staðar við Damaskus til að brjóta sókn uppreisnarmanna á bak aftur. Sýrlensk stjórnvöld og uppreisnarmenn hafa gefið út misvísandi upplýsingar um gang borgarastríðsins. Uppreisnarmenn eru að auki að ná völdum á borginni Homs sem er sögð lykilborg í átökunum. Fréttamaður BBC á vettvangi segir Assad vera í miklum vandræðum ef vígamenn ná þar stjórn. Fréttastofa Reuters greinir frá því að hluti herliðs Assads sé nú búið að yfirgefa Homs. Sjónarvottar lýsa því hvernig margir brynvarðir bílar hafa ekið út úr borginni. Vígamenn hafa nú þegar náð völdum á borginni Aleppo. Orðrómur spratt upp um að forsetinn hefði lagt á flótta en talsmaður Assad vísaði því alfarið á bug. Mikill ótti og ringulreið hefur gripið um sig í Damaskus að sögn sjónarvotta. Mótmælendur í einu úthverfinu felldu niður styttu af föður Assad fyrr í dag. Faðir Assad var áður við völd í ríkinu. Sýrland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa verið í stórsókn undanfarna daga. Á föstudaginn ráku þeir stjórnar Assad og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama sem er ein af stærri borgum landsins. Nú gera þeir tilraun til að sölsa höfuðborgina undir sig. Heimildamaður BBC innan stjórnkerfi Bandaríkjanna segir hvert úthverfið á eftir öðru falli með hraða í hendur uppreisnarmanna. Ráðamenn í Sýrlandi hafa lýst því yfir að öflugar varnir séu til staðar við Damaskus til að brjóta sókn uppreisnarmanna á bak aftur. Sýrlensk stjórnvöld og uppreisnarmenn hafa gefið út misvísandi upplýsingar um gang borgarastríðsins. Uppreisnarmenn eru að auki að ná völdum á borginni Homs sem er sögð lykilborg í átökunum. Fréttamaður BBC á vettvangi segir Assad vera í miklum vandræðum ef vígamenn ná þar stjórn. Fréttastofa Reuters greinir frá því að hluti herliðs Assads sé nú búið að yfirgefa Homs. Sjónarvottar lýsa því hvernig margir brynvarðir bílar hafa ekið út úr borginni. Vígamenn hafa nú þegar náð völdum á borginni Aleppo. Orðrómur spratt upp um að forsetinn hefði lagt á flótta en talsmaður Assad vísaði því alfarið á bug. Mikill ótti og ringulreið hefur gripið um sig í Damaskus að sögn sjónarvotta. Mótmælendur í einu úthverfinu felldu niður styttu af föður Assad fyrr í dag. Faðir Assad var áður við völd í ríkinu.
Sýrland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira