Mari sló met í eggheimtu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2024 14:21 Mari og Njörður vonast til þess að geta eignast barn á nýju ári. Aðsend „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“ Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“
Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira