Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 15:30 Vargöld hefur leikið íbúa Haítí grátt um árabil. AP/Odelyn Joseph Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans. Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú. Haítí Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú.
Haítí Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira