Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2024 19:20 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa formlega rætt myndun nýrrar ríkisstjórnar frá því á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafa átt formlegar stjórnamyndunarviðræður frá því á miðvikudag en þær tóku sér hlé frá fundarhöldum í gær. Þær hittust síðan aftur í dag og funduðu fram eftir degi. Inga Sæland ræddi við fjölmiðla síðdegis fyrir hönd formannanna þriggja og sagði viðræðurnar hafa gengið vonum framar. Vinnuhópar um einstök mál taki síðan til starfa á morgun og næstu daga. Strax þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ljóst að Samfylkingin, Flokkur fólksins og Viðreisn höfðu bætt verulega við fylgi sitt, var ljóst að formenn þessara flokka myndu hefja stjórnarmyndunarviðræður.Vísir/Vilhelm „Við erum náttúrlega aðallega að tala um stærstu málin. Við vitum öll hver þau eru. Efnahagsmálin eru auðvitað efst á baugi hjá okkur öllum og húsnæðismál, heilbrigðismál og þessi helstu mál. Á morgun byrjum við með fyrsta starfshópinn okkar en þeir verða fleiri,“ segir Inga. Miðað við stefnu flokkanna þriggja fyrir kosningar er augljóst að ná þarf fram málamiðlunum. Eruð þið komnar á þann stað að þið eruð sannfærðar um að þið náið að lokum saman? „Við erum alla vega mjög bjartsýnar og á milli okkar ríkir mikið traust og hlýja.“ Viðræðurnar hafi leitt í ljós að flokkarnir ættu margt sameiginlegt og ánægjulegt að margir snertifletir væru á áherslum þeirra. „Þar sem er kannski einhver núningur, vinnum við bara hægt og rólega með brosi á vör. Við erum að þessu til að ná saman nýrri ríkisstjórn. Það er kominn tími á að fá alvöru stjórn til að stýra landinu okkar og það er það sem við ætlum að gera,“ sagði formaður Flokks fólksins síðdegis. Hún telji að flokkarnir þrír muni allir fá fram mál sem væru mikilvæg fyrir þeirra stefnu. Á þessum tímapunkti værihins vegar ekki rétt að tala um ágreiningsefni sem væru enn í vinnslu á milli flokkanna. Vel hefur farið á með formönnum flokkanna þriggja í þau skipti sem þær hafa gefið fjölmiðlum færi á að ræða við þær eftir kosningar.Vísir/Vilhelm Þjóðaratkvæðagreiðsla um að taka upp viðræður við Evrópusambandið, heldur þú að hún verði á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Það hefur náttúrlega meðal annars verið rætt. En ég tel ekki ástæðu til að ræða mig neitt út um það hér og nú,“ segir Inga. Stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið misvel í gegnum tíðina og tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn.“ Verður þetta jólastjórn? „Það væri ánægjulegt, ég veit það ekki. En það væri verulega ánægjulegt.“ Þannig að þú getir mætt í jólaboð fjölskyldunnar búin að mynda nýja ríkisstjórn, er það vonin? „Já, við lifum í voninni,“ sagði Inga Sæland. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7. desember 2024 11:56 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6. desember 2024 16:44 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafa átt formlegar stjórnamyndunarviðræður frá því á miðvikudag en þær tóku sér hlé frá fundarhöldum í gær. Þær hittust síðan aftur í dag og funduðu fram eftir degi. Inga Sæland ræddi við fjölmiðla síðdegis fyrir hönd formannanna þriggja og sagði viðræðurnar hafa gengið vonum framar. Vinnuhópar um einstök mál taki síðan til starfa á morgun og næstu daga. Strax þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ljóst að Samfylkingin, Flokkur fólksins og Viðreisn höfðu bætt verulega við fylgi sitt, var ljóst að formenn þessara flokka myndu hefja stjórnarmyndunarviðræður.Vísir/Vilhelm „Við erum náttúrlega aðallega að tala um stærstu málin. Við vitum öll hver þau eru. Efnahagsmálin eru auðvitað efst á baugi hjá okkur öllum og húsnæðismál, heilbrigðismál og þessi helstu mál. Á morgun byrjum við með fyrsta starfshópinn okkar en þeir verða fleiri,“ segir Inga. Miðað við stefnu flokkanna þriggja fyrir kosningar er augljóst að ná þarf fram málamiðlunum. Eruð þið komnar á þann stað að þið eruð sannfærðar um að þið náið að lokum saman? „Við erum alla vega mjög bjartsýnar og á milli okkar ríkir mikið traust og hlýja.“ Viðræðurnar hafi leitt í ljós að flokkarnir ættu margt sameiginlegt og ánægjulegt að margir snertifletir væru á áherslum þeirra. „Þar sem er kannski einhver núningur, vinnum við bara hægt og rólega með brosi á vör. Við erum að þessu til að ná saman nýrri ríkisstjórn. Það er kominn tími á að fá alvöru stjórn til að stýra landinu okkar og það er það sem við ætlum að gera,“ sagði formaður Flokks fólksins síðdegis. Hún telji að flokkarnir þrír muni allir fá fram mál sem væru mikilvæg fyrir þeirra stefnu. Á þessum tímapunkti værihins vegar ekki rétt að tala um ágreiningsefni sem væru enn í vinnslu á milli flokkanna. Vel hefur farið á með formönnum flokkanna þriggja í þau skipti sem þær hafa gefið fjölmiðlum færi á að ræða við þær eftir kosningar.Vísir/Vilhelm Þjóðaratkvæðagreiðsla um að taka upp viðræður við Evrópusambandið, heldur þú að hún verði á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Það hefur náttúrlega meðal annars verið rætt. En ég tel ekki ástæðu til að ræða mig neitt út um það hér og nú,“ segir Inga. Stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið misvel í gegnum tíðina og tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. „Ég get að minnsta kosti sagt að markmiðið er að vera alls ekki átta vikur eins og tók að smíða síðustu ríkisstjórn.“ Verður þetta jólastjórn? „Það væri ánægjulegt, ég veit það ekki. En það væri verulega ánægjulegt.“ Þannig að þú getir mætt í jólaboð fjölskyldunnar búin að mynda nýja ríkisstjórn, er það vonin? „Já, við lifum í voninni,“ sagði Inga Sæland.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7. desember 2024 11:56 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6. desember 2024 16:44 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7. desember 2024 11:56
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál. 6. desember 2024 16:44