Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 11:31 Ryan Gravenberch þurfti að sinna viðtalsbeiðnum í Girona í gær. Getty/Andrew Powell Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur slegið í gegn með Liverpool á þessari leiktíð, eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn Jürgens Klopp síðasta vetur. Hann er mættur til Spánar í leik gegn Girona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
„Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira